Hlín - 01.01.1967, Page 5
Formáli.
Haustið 1962, þegar jeg £ór að fást við bókina „Vefn-
aður á íslenskum heimilum á 19. öld“, auglýsti jeg í Út-
varpi og blöðum, að „Hlín“ væri hætt að koma ut. —
Síðasti árgangurinn, 1961, var 43. árgangur ritsins (stofn-
að 1917).
Ársritið „Hlín“ á því 50 ára afmæli á þessu ári. Væri
það ekki nógu gaman að 'halda upp á afmælið með því
að gefa út eitt hefti til minningar. — Mætti nefna það
„Eftirhreytur „Hlínar“.“
Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri hefur prent-
að „Hlín“ frá byrjun, og samvinna jafnan verið þar hin
lresta.
Jeg ráðfærði mig við forstjóra POB, Sigurð O. Björns-
son, hvernig þessari útgáfu afmælisrits skyldi hagað, e£
til kæmi.
Lögðu þeir POB-menn ráðin á um útgáfuna, sem rjeð
baggamuninn. Þeir töldu sjálfsagt að hafa sama sið og
tíðkast hafði með „Hlín“: Að senda konum í landinu
ritið til sölu. Verð bókarinnar ætti að vera 100,00 í stað
25,00 vegna hækkandi verðlags. En nú ættu konurnar að
fá 25% í sölulaun. —
Prentverkið bauðst til að annast útsendingu og inn-
lieimtu, sem jeg var löglega ófær að hafa á hendi, eins
og þau 43 ár fyr. — Var það mikið vinarbragð af hendi
Prentverks. —
Mín tillaga var aftur á móti sú, að Prentverkið hafi að
launum 25% af söluverðinu, fyrir útsendingu og inn-
heimtu, tel jeg að kostnaður fáist upp með 50,00 fyrir
hvert eintak, þrátt fyrir hækkandi verðlag.
Jeg vona að landsmenn láti sjer þessa tilhögun vel líka,