Hlín - 01.01.1967, Page 32
30
Hlin
egi. — Hann er ja£nan talinn mestnr og bestur þeirra
manna, sem lijer hafa starfað. — Egede starfaði í Græn-
landi 1721—1736. Var skipaður biskup Grænlendinga,
stofnaði síðan og starfrækti prestaskóla fyrir Grænlend-
inga í Kaupmannahöfn.
Eftir daga Hans Egede taka synir hans við. — Paul
sonur hans var einnig skipaður biskup í Grænlandi og
menn sendir frá Danmörku til hjálpar. — Paul skrifaði
hina fyrstu grænlensk-dönsku orðabók (1750), græn-
lenska málfræði (1760) og þýddi Nýjatestamentið á græn-
lensku (1766).
Samuel Kleinschmidt (1814—1886), danskur skólamað-
ur, sem lengi starfaði í Grænlandi, lagði grundvöllinn
að hinu grænlenska ritmáli, gaf út grænlensku málfræð-
ina og grænlensku orðabókina og hjelt áfram þýðingum
Biblíunnar á grænlensku.
Um svipað leyti komu hingað þýskir trúboðar, sem
hafa haft mikil menningarleg áhrif. — Þeir höfðu skóla
fyrir unga Grænlendinga á heimilum sínum. — Þessir
þýsku menn höfðu bæði kýr og fje og ræktuðu stór tún
í Suður-Grænlandi.
Eins og nærri má geta er það margt og mikið, sem í
frásögur væri færandi um fræðslu- og skólamál Græn-
lendinga, síðan þessir forkólfar störfuðu. Allar kenslu-
bækur eru á grænlensku og skólamálum hagað svipað
og á Norðurlöndum. — Innlendir kennarar eru 160, og
er sagt að það fullnægi þörfinni. — Þetta, og öll önnur
skólamál, er borgað úr Samlagskassanum, sem Danir
kalla, einnig alt til kirkna og sjúkrahúsa.*
* Danskur biskup, sem ferðaðist um Grænland 1965, leggur mikla
áherslu á það, að þegar kirkjumál og skólalöggjöf Grænlendinga verði
endurskoðuð, að Kateketamir, sem hann nefnir (einskonar djáknar) fái
að halda velli. Þeir hafi um hundruð ára gegnt hinu mikilvægasta hlut-
verki í menningar- og mentunarlífi Grænlendinga. — Hann segist ekki
sjá, hvernig hægt sje að vcra án þeirra í grænlensku þjóðlífi.