Hlín - 01.01.1967, Page 40
38
Hlin
Rannveig kom sjer upp ljómandi fallegum skautbún-
ingi fyrir 1930 og skartaði í honum á Alþingishátíðinni
á Þingvöllum 1930, ásamt tveim öðrum góðum íslend-
ingum: Guðrúnu Ásgeirsdóttur, ættuð frá Lundum í
Borgarfirði, formanni Kvennasambands íslenskra kvenna
vestanhafs og Halldóru Bjarnadóttur, formanni Sam-
bands norðlenskra kvenna.
Eftir þessi umferðarár kom svo Tóvinnuskólinn á
Svalbarði við Eyjafjörð, sem Rannveig stjórnaði öll ár
(1946—1955). Hann var stofnaður með styrk frá Ríkinu
(30.000), 8 nemendur. Virtist gera gott gagn, lagðist nið-
ur, þegar stofnandi og framkvæmdastjóri skólans, Hall-
dóra Bjarnadóttir, flutti úr hjeraði. Rannveig taldi sjer
henta að hætta (þá 72 ára). Hún ráðgerði að setjast að
hjá frændfólki sínu á Lækjamóti í Víðidal, en varð bráð-
kvödd 15. júlí 1955. Hafði verið hraust með afbrigðum
öll ár, en sterki stofninn brast, þegar tíminn var kominn.
Friður sje með Rannveigu, vinkonu minni, og hjartans
þakkir!
Halldóra lijarnadóttir.
KALLIÐ .
Ein klukka sló og kvaddi fólk til dýrðar,
kærleikans Guð bauð allri þjóð til sátta.
Útlagasálir vígðu vatni skírðar,
veröldin skein í tárum ljósra nátta.
Þá hófust tindar, það var morgunroði,
þeyrinn varð hlýrri, jörðin ljós og betri.
Kominn af himni krýndur sendiboði,
kallið bar hátt. Nú lýkur fimbulvetri.
Karl Halldórsson.