Hlín - 01.01.1967, Page 57
Hlín
55
frá því tímabili. — Þær fjekk jeg frá Helgu föðursystur
minni og Bryndísi, mágkonu hennar, svo og hjá Þóreyju
Þorsteinsdóttur, sem rak Dyngju ásamt Solveigu 1931—
1940.
Solveig mun snemma hafa byrjað að baldýra og sauma
íslenska búninginn fyrir konur heima hjá sjer, en sauma-
stofu með hjálparstúlkum mun hún fyrst hafa byrjað
vorið 1927 að Bókhlöðustíg 7. Þá munu stúlkurnar hafa
verið 2 eða 3. — 1929 flytur hún í Ingólfsstræti 5, og fær
þá verslunarleyfi, og tekur upp Dyngjunafnið. — Um
1930 held jeg að hún hafi haft einar 4 stúlkur í vinnu,
þarámeðal Magneu Þorkelsdóttur, núverandi biskupsfrú,
sem vann mestmegnis, eða algerlega, við baldýringu.
1931 flyst svo verslunin í Bankastræti 3, og tekur þá
Þórey Þorsteinsdóttir við verslunarrekstrinum, en Sol-
veig sjer um saumastofuna og rekstur hennar. — Jeg held
að segja megi, að alt hennar handbragð hafi verið lista-
verk og eftirsótt. — Upp úr áramótum 1940 selja þær svo
verslunina. — Saumastofu hafði Solveig þó áfram heima
hjá sjer í Suðurgötu 2, og hafði 1—2 stúlkur. — Heilsa
hennar var þá orðin ljeleg og hrakaði ört. — Hún dó 3.
jan. 1942.
Guðrún Björnsdóttir, frænka mín, var sjerstök mann-
eskja, og mikil persóna. — Hún reyndi altaf að skilja okk-
ur, sem yngri vorum, það var því gott að leita til hennar
með vandamál sín, þess nutum við systkin í ríkum mæli.
— Guðrún hafði sjerstakt lag á því að fá börnin til að tjá
sig: Teikna, segja sögur og jafnvel semja smálög og yrkja
vísur. — Það var ekki altaf háfleygt, en skemtilegt var
það. — Jeg hafði lært að lesa hjá henni, áður en hún fór
að hafa skóla í Reykjavík. — Síðar man jeg eftir skóla-
göngu minni í skóla liennar bæði í Þórsgötu 2 og Bók-
hlöðustíg 11. — Hversu lengi á hvorum stað man jeg ekki,
finst þó í huga mínum að það hafi verið tvo vetur á hvor-
um stað. — Þetta mun hafa verið á árunum upp úr 1920,