Hlín - 01.01.1967, Side 61
Uppeldis- og fræðslumál.
ERINDI UM UPPELDISMÁL
eftir Janet Ingibergsson, B.A., Dipl. Soc. Sc., prestskonu
í Hvammi í Dölum.
Elutt á aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna
á Reykhólum 1965.
Mjer finst, að jeg verði að gera grein fyrir kunnáttu
minni eða vankunnáttu á barnauppeldismálum, áður en
við byrjum.
Jeg er sjálf elst af fimm systkinum, alin upp í stórri
iðnaðarborg, Belfast, Norður-írlandi. — Begar jeg hafði
lokið við mentaskóla, tók jeg B.A.-próf við háskóla, og
síðan tveggja ára nám í þjóðfjelagsfræði við sama skóla.
— í þjóðfjelagsfræðinni voru fyrirlestrar í hagfræði, lög-
gjöf, rekstri á sviði iðnaðar- og landbúnaðar, auk fyrir-
lestra um lífeðlisfræði mannslíkamans og barnasálfræði,
og mjög ýtarleg verkleg þjálfun í hjálp í viðlögum á slysa-
varðstofu, starf á vöggustofu, á sjerstökum heimilum fyr-
ir fötluð börn, á barnaheimilum og fult starf við að
heimsækja og hjálpa öldruðum, blindum og öðrum, sem
þurfa á sjerstakri hjálp að halda.
Að þessu öllu loknu getið þið ímyndað ykkur, að það
voru þó nokkur viðbrigði að koma fyrir sex árum og setj-
ast að á íslensku prestssetri.
Við eigum núna þrjú börn, tvo drengi, tvíbura, fimm
ára í september næstkomandi og stúlku, fædda um það
bil ári síðar — hún verður fjögra ára næsta september.