Hlín - 01.01.1967, Page 66
64
Hlín
á rjett á því, að eigur hans sjeu látnar í friði. — Allt slíkt
krefst sjálfsaga og það er um það, sem mig langar til að
tala við ykkur í nokkrar mínútur.
Við heyrum mikið talað nú á dögum um vandamál
æskunnar og jeg held, eftir því sem mjer sjálfri virðist,
þá sje fleira æskufólk, sem lendir í vandræðum, en var,
jafnvel á mínum æskuárum, sem voru aðeins fyrir um
það bil 15 árum. — Fullorðnir kvarta og spyrja hver sje
orsökin, og komast venjulega að þeirri niðurstöðu, að
það sjeu þessi miklu fjárráð, sem unglingarnir hafa nú á
dögum, eða eitthvað í þá átt. — Það er auðvitað engin ein
orsök, en án efa eru heimilisástæður einn megin þáttur-
inn. — Það barn, sem ekki hefur lært heima hjá sjer að
bera virðingu fyrir eigum annarra, virðingu fyrir sínum
eigin líkama og annarra, sem aldrei hefur lært neinn
sjálfsaga og hefur alltaf verið leyft að fara sínu fram, gera
það sem það vill og annað ekki alla tíð, slíku barni hættir
fremur við að lenda í vandræðum en öðrum.
Sú móðir, sem leyfir 13 eða 14 ára dóttur sinni að fara
að heiman með vinum sínum yfir helgi, án þess að vita
nákvæmlega hvert þau ætla, þarf ekki að vera hissa, þótt
dóttir hennar lenti í svalli eins og því, sem átti sjer stað
í Þjórsárdal fyrir einu eða tveimur árum. — Á meðan
börnin okkar eru lítil, bönnum við þeim að fara of ná-
lægt djúpri á og við myndum koma í veg fyrir að þau
klifri upp á hátt þak, sem þau gætu dottið niður af. —
Hvers vegna gera foreldrar ekki a. m. k. eins mikið fyrir
16 ára syni sína og dætur, þ. e. að hindra þau í því að fara
sjer að voða. — Hætturnar eru alveg jafn miklar á þessum
aldri, því að unglingar eru ekki fullþroska fólk á þessum
aldri, jafnvel þótt þeir vinni fyrir eins miklu kaupi og
feður þeirra. — Sjálfsagi, sem aðeins lærist heima, er það,
sem mest ríður á.
Hve oft heyrum við ekki kirkju og skóla ætlað að sjá
um siðferðilegt og andlegt uppeldi barnanna. Börnin eru
send í sunnudagaskóla, en það sem þau læra þar er oft