Hlín - 01.01.1967, Page 78
76
Hlín
Teygaðu svaladrykkinn úr lindum þroskans, sem þögn-
in vill gefa þjer, svo þú verðir glaður og skynjir með
hjarta þínu, að þróttur þinn vex til drengilegra átaka,
ef þjer auðnast með Guðs hjálp, að gleyma sjálfum þjer
í fórn-fúsri þjónustu fyrir aðra menn.
X>egar þú ert kominn það langt áfram eftir veginum,
sem liggur upp fjallshlíðina, að sál þín sje orðin full af
þrá eftir æðra ljósi, þá mun Guðs andi lífga við litla,
hálf kulnaða neistann þinn, sem hann gaf þjer í vöggu-
gjöf-
Nú er það vegna vilja þíns, að hann breytir þessum
litla neista í bjart og fagurt Ijós: — Mestu hamingju lífs
þíns, sem fært verður um að lýsa þjer og öðrum, sem þjer
er ætlað að leiða, í áttina til bjargsins, óbreytanlega og
eilífa.
Með greinarkorni þessu sendi jeg fyrrverandi nemend-
um mínum kærar kveðjur, heillaóskir og þakkir fyrir öll
góð og skemtileg kynni.
Löngumýri, 1. janúar, 1967.
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
HEIMAVISTARBARNASKÓLI DALASÝSLU
-LAUGUM -
Eftir Einar Kristjánsson, skólastjóra.
Árið 1954 tók til starfa fyrsti samskóli fyrir börn heillar
sýslu — Heimavistarbarnaskólinn að Varmalandi. — Síð-
an hefur átt sjer stað hröð þróun þessa skólaforms hjer
á Vesturlandi, og er nú svo komið, að fimm stórir heima-
vistarbarnaskólar eru starfandi á svæðinu frá Hvalfjarð-