Hlín - 01.01.1967, Page 80
78
Hlin
kvöldmat, þegar lokið er frágangi í eklhúsi, sem börnin
vinna nokkuð við, hefst tímabil kvöldvökunnar.
Langalgengasta efni venjulegrar kvöldvöku er lestur
góðra bóka fyrir börnin. — Börnin sitja með handavinnu
sína — piltum eru kendir saumar engu síður en telpum.
Einnig er unnin leðurvinna, bast og tágar, prjónað,
hnýtt teppi og fjölda margt fleira. — Stundum er hlustað
á Útvarp, sjerstaklega þætti unga fólksins. — Stöku sinn-
um koma börnin sjálf með heimaunnið efni, leikþætti
og upplestur. — Öll laugardagskvöld er dansað af óspiltu
fjöri. — Danskensla er orðinn fastur liður. — Nú síðast-
liðið haust höfðum við danskennara í 3 vikur. — Á
sunnudagskvöldum eru venjulega sýndar kvikmyndir,
bæði skemtiefni og ekki síður fræðandi. — Skugga-
myndir eru líka oft sýndar, sem falla að námsefni hverju
sinni. — Hverjum degi lýkur svo með sameiginlegri,
hljóðri stund. Kennari sá, er umsjón hefur, ræðir gjarnan
um ýmsa hluti frá liðnurn degi — bæði neikvæða og já-
kvæða eftir atvikum. — Síðan lesa allir upphátt Faðir-
vorið. — Þá lýkur erli og önn dagsins. Kyrð og ró ríkir.
Ljós eru slökt kl. 11.
III.
Stuttur skólatími krefst meiri hagnýtingar á starfsorku
nemenda og kennara. Og hann hrópar á góð tæki og
búnað. Unnið er sem i kapphlaupi. — Slík vinnubrögð
hafa sína galla og einnig nokkra kosti. — Námsleiða í
algengustu merkingu þess orðs, þekkjum við ekki hjer.
Vinnubókargerð höfum við í lesgreinum öllum. — Er
hún bundin, sem kallað er. — Hins vegar höfum við ný-
lega tekið upp sjálfstæð hópvinnubrögð með nemendum
og lofar sú aðferð góðu. í undirbúningi er veruleg efling
skólabókasafns. — Markmið þess er tvíþætt. — Annars
vegar safn góðra og valinna lesbóka, er glæða og efla
lestrarlöngun og lestur. Hins vegar er safn hjálparbóka
við nám og sjálfstæða úrvinslu valinna verkefna. í