Hlín - 01.01.1967, Page 84
82
Hlín
En þegar maður íhugar þennan tíma í sveitinni seinni
partinn í september, þegar göngurnar eru og lömbin
koma af fjalli. Hvaða barn í sveit vill fara frá heimili
sínu þá, og vera svift þeirri gleði að sjá kindurnar koma
af fjalli eftir sumarið. — Það er búið að fá lofun fyrir
að fara í rjettirnar, vera við heimasmölun og margt fleira.
Það er svo margt, sem gerist einmitt þá, sem sveitabarnið
má alls ekki fara á mis við. Og ekki verður betra fyrir
börnin að fara í vorskólann í maí. — Þegar lömbin eru
að fæðast; ærin hans Nonna, hennar Siggu litlu að eign-
ast afkvæmi. — Börnin þurfa einmitt að vera heima þá,
það eru svo margir snúningar við lambfjeð á vorin. —
Maímánuður á alls ekki að vera tími, sem börnin í sveit-
inni eru innan skólaveggjanna — veturinn ætti að vera
nógu langur til þess. — En það er ekki verið að liugsa
um börnin? — Kennarar og skólastjórar þurfa mikil laun
og þess vegna eru skólarnir lengdir eins og hægt er.
Þetta getur gengið í kaupstöðum, þar sem verið er að
forða börnunum frá götunni, en í sveitinni er það ófor-
svaranlegt að lengja skólatímann og taka börnin frá
heimilunum í september og maí.
Og hvað svo um heimilin, þegar börnin eru farin í
skólann? Þau eru fámenn fyrir, og nú verða þau æði
tómleg. — Það er komið fram í september og börnin eru
farin í skólann. — Húsmóðirin á eftir að taka upp úr
görðunum og fleira, nú verður hún að gera það ein, þeg-
ar yngri börnin eru farin að lieiman. — Bóndinn og
elsti drengurinn eru í göngum og fjárstússi og sjaldan
heima.
Nú eru engar glaðar barnaraddir í kring um móð-
urina við garðstörfin, það eru engar Iiraðar hendur til
að hjálpa henni við kartöflurnar. —
Og nú, þegar hún er ein heima, við vinnu í garðinum
eða inni við sláturstörfin, þá hefur hún nógan tíma til
að hugsa. —
Og hún fer aldrei þessu vant að öfunda kaupstaða-