Hlín - 01.01.1967, Side 96
94
H lín
in a£ íslenskum höndum í baðstofum liðinnar aldar. Þetta
var alíslenskur iðnaður. — Ahöldin sem notuð voru, voru
smíðuð hjer á landi. — Þegar við sjáum árangurinn, fyll-
umst við undrun og hrifningu. — Þetta fók kunni sann-
arlega að aðlagast aðstæðum og leysa úr lægingi verðmæti,
sem við höfum fengið í arf. — Á þessum tímum var þó
stórunr þrengra í búi hjá landsmönnum en nú er.
En hvernig höfum við í dag rækt þá skyldu, sem þessi
arfleifð leggur okkur á herðar? — Jeg vil svara þeirri
spurningu með því að segja: Við liöfum brugðist! Við
höfum ekki sem skyldi (á þessari tækniöld) gefið okkur
tíma til að kynnast íslensku ullinni og þeim möguleik-
um, sem hún hefur upp á að bjóða.
Við erum oft mint á það, að við sjeum í flokki hinna
frjálsu þjóða, og erum með rjettu stolt af því. — En ger-
um við okkur fulla grein fyrir, hvað það þýðir að vera
sjálfstæð og fullvalda þjóð? — Þurfum við ekki að staldra
við og átta okkur, áður en orðið er um seinan?
Allar menningarþjóðir með sjálfsvirðingu gera sjer far
um að varðveita sín sjereinkenni og viðhalda sinni þjóð-
legu menningu. — Þetta liefur við vanrækt um of. — Það
er eins og Islendingum finnist alltaf betra það, sem erlent
er. — Um þetta höfum við fjölmörg dæmi úr iðnaðinum.
Ennfremur má benda á þá staðreynd, að notað var útlent
garn við prjónakenslu i vetur. — íslenski Jrjóðbúningur-
inn er ekki lengur úr íslensku efni, þótt skömm sje frá
að segja. — Svona mætti lengi telja, en ]>etta verður látið
nægja.
Nú kann einhver að spyrja: Hvað er til úrbóta; hvað
skal taka til bragðs?
Það sem skortir mest af öllu er þekking á því efni, sem
við framleiðum í landinu, það er að segja íslensku ullinni,
og þeim möguleikum sem hún hefur upp á að bjóða. —
Ef rjett er á haldið er hægt að framleiða band úr íslensku
ullinni, sem stæði fyllilega á sporði því besta, sem inn er
flutt. — Af þessu hefi jeg persónulega reynslu. — Það J:>arf