Hlín - 01.01.1967, Page 105
Hlin
103
Þetta er athyglisverð tilraun, kostaði mikla vinnu og
umhugsun, en greiddist með gleði barnanna og þakklæti
gamla fólksins.
Athyglisvert er einnig hvað unnið er af Æskulýðssam-
tökunum um land alt. — Er það feikna vinnukraftur. —
Og mikil og merk uppeldisáhrif, ef vel tekst. — Hvað er
unnið og úr hvaða efni? — Föndurnámskeið eru auglýst
hvarvetna.
Enn er þetta á tilraunastigi, sem von er, en mun um
margt vera til fyrirmyndar: Unnið er úr íslensku efni:
Gróðri á landi og við sjó o. s. frv. — En mikið notað út-
lent efni, sem er handhægra til ígrips.
En eitt er það efni, sem íslendingar hafa unnið úr um
aldir og kunna vel með að fara. — Það er ullin, íslenska
ullin. — Ekki býst jeg við að föndumámskeiðin í landinu
hafi enn tekið þetta gamla, góða efni okkar til meðferð-
ar. — En það væri þess vert að gera tilraun. — Þó ekki
væri nema taka ofan af vorull, svona einu kg. hver. — (Að-
skilja tog og þel, okkur vantar svo mikið tog og þel). —
Það hefur verið gxeitt 18,00 fyrir að taka ofan af einu kg.
Og það mætti borga bömunum eitthvað. — Aðalatriðið
er að þau fái einhvem tíma á æfinni að hafa hönd á þessu
dásamlega efni okkar íslendinga. — Það ætti eiginlega að
vera skyldunám!
Minnumst þess, að íslenska þjóðin klæddist ullarfötum
í þúsund ár. — Það er vandalaust að útvega ágæta vorull,
lxeimaþvegna.
íslensku prestarnir, prestarnir okkar, hafa látið sjer
mjög ant um Æskulýðsstarfið, sumir enda stjórnað því.
Jeg skrifaði einum að gamni og skoraði á hann að láta
unglingana hafa hönd á ullinni.
Jeg er hxædd um að blessaður presturinn hafi hlegið.
En hlátur er líka hollurl
Við sjáum hvað seturl
Halldóra Bjarnadóttir.