Hlín - 01.01.1967, Page 113
Hlin
111
grænmeti, sem verður þar miklu fyrr þroskað til neyslu
en þær tegundir sem gróðursettar hafa verið út í mat-
jurtagarðinn, enda þótt þar sje um nokkurt skjól að
ræða.
Þá er ekki neinum vafa bundið, að auðvelt er að fá
góða uppskeru af jarðarberjum úr plastreitum hjer á
landi, ef einhver kunnátta er fyrir hendi í ræktun þeirra.
Fleira mætti rækta í plastreitum en hjer hefir verið
drepið á. T.d. ættu bændur sem áhuga og skilning hafa
á ræktun skjólbelta út um sveitir landsins, til skjóls fyrir
garðyrkju og búpening, og til yndisauka öllu siðment-
uðu fólki, að verða sjer úti um fræbeðsplöntur, fyrst og
fremst af birki, og ala þær síðan upp sjálfir í plastreit-
um, sem flýtt getur vexti þeirra um 2—3 ár, ef rjett er að
farið, og auk þess að spara hlutaðeigendum peninga í
plöntukaupum, þar sem fræbeðsplönturnar munu kosta
sáralítið eða ekki neitt.
Með því að rækta plönturnar í mosa eða moldarpott-
um, verða miklu minni, eða engin, gróðursetningarvan-
höld, sem því miður hefur verið of mikið af á undan-
förnum árum.
Jón Rögnvaldsson, garðyrkjumaður.
VOR .
Sólin hækkar, ljósið lokkar
lífsins grósku úr fjötrum vetrar.
Lífs er þörfin, látum störfin
leysa alt, er hugann fjötrar.
t
Guðný Gilsdóttir,
Amamesi, Dýrafirði.