Hlín - 01.01.1967, Page 122
120
Hlín
klæði og gengið til verks í karlaspor, ef þeim bauð svo
við að horfa.
En þótt ótrúlegt kunni að þykja, þá þarf nú á tímum
ekki að leita svo langt til að finna konur, sem ekki ljetu
sjer fyrir brjósti brenna að klæðast sjófötum og sækja sjó-
inn, ef ástæður voru fyrir hendi.
Nú er uppi í Húsavík við Skjálfanda kunnur sjómanna
ættleggur: Maramenn nefndir hjer manna á meðal, niðj-
ar Maríusar Benediktssonar og Helgu Þorgrímsdóttur. —
Hafa þeir staðið í fremstu röð sjósóknara frá Húsavík
síðasta mannsaldurinn. — Það er ekki ætlunin að segja
hjer frá þeirra afrekum. — Það yrði miklu meira mál en
hjer er rúm fyrir. — Aðeins var ætlunin að minnast ör-
lítið á sjósókn kvenleggsins, nú á síðustu árum.
Einn Maramanna er Þorgrímur Maríusson. — Kona
hans er Matthea Guðný Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey,
af kunnu sjósóknarakyni.
Þeim hefir orðið níu barna auðið, sem til aldurs kom-
ust, tveggja sona og sjö dætra.
Þorgrímur hefir stundað sjóinn frá Húsavík um ára-
tugi. — Þegar dætur hans tóku að vaxa úr grasi, vaknaði
fljótt hjá þeim áhugi fyrir að fylgja föður sínum til starfa,
unnu þær alla landvinnu við línuna. — En brátt kom að
því, að þeim nægði ekki að stikla um verbúðina og fjör-
una, heldur lyftu þær sjer yfir borðstokkinn og ýttu úr
vör með föður sínum. — Sýndu þær fljótt, að þær voru
engu síður liðtækar um borð en í landi. — Eftir því sem
þær stálpuðust tóku fleiri þeirra þátt í sjóferðunum og
að lokum höfðu þær allar sótt sjóinn lengri eða skemmri
tíma.
Fullyrðir faðir þeirra, að þær hafi að jafnaði staðið sig
fullkomlega á við venjulega pilta við sjósóknina. — Oft
aflaðist vel og varð þá stundum að slægja á sjónum, og
að seila, til að geta fleytt aflanum að landi.
Tvær dætur Þorgríms: Guðrún og Jónína, rjeru með
honum að staðaldri á sumarvertíð um það bil fjögur