Hlín - 01.01.1967, Side 123
Hlin
121
sumur hvor. — Guðrún er nú gift kona í Húsavík, tveggja
dætra móðir og hefir fyrir húsi að sjá. — Samt lætur hún
sjer ekki fyrir brjósti brenna að skreppa enn á sjó með
föður sínum, þegar svo ber undir að henta þykir, og hefir
engu gleymt af því, sem hún lærði ung við ár og færi og
vjel, enda var hún svo sjálfstæð í sjósókninni, að liún fór
ein á bátnum, þegar þess gerðist þörf.
Tvö síðustu sumrin hefir dótturdóttir horgríms, Matt-
hea Guðný Ólafsdóttir, nú fjórtán ára, róið með honum
og er ráðin til róðranna á komandi sumri. — Sver hún sig
glögt í ættina, enda komin af sjósóknurum í báðar ættir.
Nú kynnu menn að halda, að hjer væru á ferðinni hálf-
gerðar tröllskessur eða pilsavargar, en það er nú öðru
nær. — Enga þeirra skortir yndisþokkann, og þær sóma
sjer engu síður í silkikjólum en í sjómannsbrókum, og
eru hvergi eftirbátar, þegar á skólabekk er sest.
Hjer er um að ræða heilbrigða lífsorku og lífsgleði,
sem er laus við alt tildur og hjegóma, konur, sem njóta
þess að vera frjálsar til starfa og neyta lífsorkunnar í
þeirri löngu glímu við náttúruna, sem í áramilljónir hef-
ir verið að móta og mynda þá merkilegu veru, sem við
köllum mann.
Húsavík, í maí 1967.
Jóhann Skaptason.
Höfðinn og Kaldbakur kveðast á
um Kinnarfjöll, sem báðir þrá.
svo Skjálfandaflói fellur í dá,
hann finnur ei báruna anda
um vikur, voga nje sanda.
Mín átthagaþrá er söm við sig,
mig sífelt leiðir á norðurstig,
þvi fjöllin og dalirnir draga mig
meðan drtíg jeg í brjósti anda
og neytt fæ jeg hugar og handa.
Lára Arnadóltir.