Hlín - 01.01.1967, Page 124
r
Avarp
sent Kvenfjelagasambandi íslands og flestöllum deildum
þess sumarið 1965.
Vjer vitum þungar þrautir má með þúsimd höndum vinna.
Jeg hef verið að búast við og vona eftir áskorun til Al-
þingis frá kvennasamtökum í landinu, í því skyni að fella
minkafrumvarp það, sem fram er komið á Alþingi, og
banna um leið algerlega minkaeldi í landinu.
Konurnar áttu, með áskorun sinni, fyrir nokkrum ár-
um, þátt í, að lögin um minkaeldi fengu að vera óbreytt
þessi ár.
Hver hefur vissu fyrir því „Að ekki bili hengilás, hespa
eða kengur“, í nýju gripahúsunum, eins og þeim gömlu,
og að seinni villan verði verri hinni fyrri.
Ekki var það ætlunin að svona færi, þegar minkaeldi
var leyft fyrir 33 árum (1932), eiginlega neytt upp á þjóð-
ina óviðbúna, ókunnuga. — En það fór svo, að þessi
ófögnuður breiddist óðfluga um landið.
Eigum við að horfa upp á það, að þessar skaðræðis-
skepnur eyði fuglalífi okkar og vatnafiski?
Eigum við að berjast við þennan ófögnuð í 1000 ár eins
og tófuna? — En hjer er tífalt meiri skaðvaldur en tóf-
an. — Heimilunum stafar jafnvel hætta af honum.
Stígum heldur á stokk og strengjum heit að útrýma
þessum andskota úr landi voru á næstu fimm árum.
Við getum það, ef við viljum. .
Við vitum þungar þrautir má með þúsund höndum
vinna. — Jeg treysti íslensku konunum og samtökum