Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 142
140
Hlín
undirstaðan er þgar lögð, að mörgum menningar- og
mentamálum í hinum surnar- og vetrarfagra stað við
ysta haf: Akureyri.
Þar eru skólar, miklir og góðir, Lystigarður til fyrir-
myndar, fögur kirkja og ágætt sjúkrahús.
Margt fleira mætti telja fram bæ þessum til ágætis, ef
við ætti, svo sem upphaf Reglunnar, upphaf Ungmenna-
fjelaga, Kaupfjelaga og Flugfjelags íslands.
En hjer skal nú staðar numið að sinni, en staldrað við
stundarkorn hjá Matthíasarbókhlöðunni, sem nú er í
smíðum.
Við það hús eru miklar vonir bundnar.
Húsið rís nú hjer á einum allra fallegasta stað í bæn-
um, eins og sjálfsagt var og tilhlýðilegt. — Sá staður var
bókhlöðunni ætlaður fyrir 30 árurn síðan, en lengi drógst
að byrja á byggingunni, svo maður var orðinn dauð-
hræddur um að lóðin góða gengi úr greipum hlöðunnar,
í eftirsókn lóða, því lengi drógst að byrja á verkinu.
Þá rann upp sá mikli dagur: 100 ára afmælisdagur
kaupstaðarins og þar með miklar fyrirætlanir og fram-
kvæmdir, ásamt milljónagjöf frá Ríkinu til Matthíasar-
bókhlöðunnar (1962).
Það var ekki vonum fyrr, því blessað safnið hafði verið
á einlægum flækingi í hálfa aðra öld.
Safnið á það því skilið, að það fái mikla og góða þjón-
ustu eftir öll þessi hrakningsár, enda munu hlutaðeig-
endur hafa hug á að svo megi verða og veita því hin bestu
skilyrði.
Húsið, höllin, sem bókavörður kallar, er nú að rísa á
lóð sinni við Brekkugötu: 30 metra langt og 16 metra
breitt, og vonir standa til að húsið verði fokhelt í haust,
svo þar megi starfa áfram, þó vetur gangi í garð.
Akureyrarbær lagði byggingunni til, árið sem leið, eitt
þúsund krónur dag hvern, eða 365 þúsundir á árinu. —
Ríki og hjerað leggur einnig fram sinn skerf, enda mun
ekki af veita. — Byggingin ein, og allur umbúnaður bóka-