Hlín - 01.01.1967, Qupperneq 149
Hlín
147
suntudúkar og brekán víða prýðisfalleg, en einna minnis-
stæðust eru rnjer ljómandi falleg prjónuð langsjöl hús-
freyjunnar á Flögu, Ingibjargar Magnúsdóttur, líklega
af því, að hún gaf mjer eitt þeirra. — Það var í ullarlit-
um — sjö 1 itbrigði — úr hárfínu þrinnuðu þelbandi.
Nokkuð var til á flestum bæjum af útskornum mun-
um. — Það voru askar, hornspænir, prjónastokkar, öskj-
ur og rúmfjalir, en ekki þekti jeg þá sem skorið höfðu.
— Fastlega minnir mig þó að Steingrímur Pálsson, sem
búið hafði á Brúsastöðum, hafi sjálfur skorið út muni,
sem ekkja hans, Una Jónsdóttir, átti. — Hún var á heimili
foreldra minna öll mín bernskuár. — Rúmfjöl hennar,
með útskornu fangamarki þeirra hjóna og sálmversinu:
„Vertu Guð yfir og allt um kring“ ásamt rósaflúri og ár-
talinu 1869, er nú í eigu sjera Braga Friðrikssonar, sem
er 4. ættliðurinn frá þeim.
Sjera Sigfús Jónsson, frá Reykjahlíð, afi minn, var
prestur á Undirfelli frá 1870—1876. — Kona hans var
Sigríður, dóttir Björns Blöndal, sýslumanns. — Það má
nærri geta, að ekkert var til sparað að kenna einkadóttur-
inni „kvenlegar listir", enda mun hún hafa verið vel hög
að eðlisfari. — Hefir handlægni og listhneigð verið talinn
ríkur þáttur í eðlisfari Blöndala. — Meðan amma var
prestkona á Tjörn á Vatnsnesi, hefir rnjer verið sagt, að
venjulega hafi verið til hennar leitað um aðstoð, þegar
koma þurfti upp vönduðum spariklæðnaði, og nokkuð
mun jrað líka hafa verið gert, eftir að hún kom að Undir-
felli. — En þá voru dætur hennar uppkomnar, nema sú
yngsta, Ágústa. — Þær voru allar vel að sjer til handanna
og sú elsta, Guðrún, kom að nokkru í stað ntóður sinnar
og þótti dugleg saumakona. — Vandvirkni og smekkvísi
Þuríðar þótti þó bera af, en hún ntissti heilsuna á unga
aldri. — í 8 ár samfleytt lá hún rúntföst, en gerði þó, á
því tímabili, marga fallega muni, heklaða og saumaða,
en þeir ltafa víða dreifst og glatast og veit jeg skil á fáu
einu. — Föðursystur mínar — nema Þuríður — voru farn-
10*