Hlín - 01.01.1967, Page 152
150
Hlin
um vinnu. — „Hefurðu sveinsbrjef?" spurði meistarinn. —
„Nei, en jeg er nokkuð vanur smíðum", sagði faðir minn.
— „Þá verð jeg að fá að sjá hvað þú getur. — Komdu aftur
á morgun og smíðaðu eina gluggagrind eins og þessa
hjerna, en þú færð ekkert kaup fyrir það.“ — Þessu tók
faðir minn feginsamlega. — Hann smíðaði gluggann og
meistarinn rjeði hann orðalaust til sín. — Þar líkaði hon-
um ágætlega og vann þar meðan hann hafði viðdvöl í
Höfn, en það minnir mig að væri tæpt ár.
Eftir að hann fór að búa hlóðust á liann margvísleg
störf, en lengst af smíðaði hann samt öll nauðsynleg áhöld
fyrir heimilið. — Skrifborð smíðaði hann handa sjer og
kommóður handa okkur mæðgunum. — Mátti heita að
hann væri jafnvígur á smíðar, hvort lieldur var járn eða
trje. — Bækur batt hann líka fyrir heimilið. — Fyrir kom
að hann veitti ungum piltum tilsögn í smíðum. — Man
jeg þar eftir systursyni hans, Pjetri Ingimundarsyni, sem
síðar varð slökkviliðsstjóri í Reykjavík og Eggert Kon-
ráðssyni á Haukagili, sem nokkra tilsögn fjekk hjá hon-
um einn vetrarpart. — Þeir Konráðssynir, Eggert og Þor-
steinn bróðir hans, sem lengi bjó á Eyjólfsstöðum, voru
báðir mestu hagleiksmenn, smiðir á trje og járn og hug-
vitssamir um endurbætur á verkfærum.
Benedikt föðurbróðir minn, sem í allmörg ár bjó á
Bakka, var bæði laginn og smekkvís og ákaflega vand-
virkur. Hann lærði söðlasmíði. Þóttu kvensöðlar hans
óvenju fallegir, svo ekki skorti hann pantanir, en hann
átti óhægt um vik: húsakynni afar þröng og erfitt um
efniskaup vegna fátæktar. Fjármálamaður var frændi
minn víst ekki. Áhugamál hans voru á öðrum sviðum,
beindust að tónlist og skáldskap, en hljedrægni, heilsu-
brestur og fátækt hömluðu því að liann nyti sín sem
skyldi.
Listamannseðli Blöndalsættar kom líka ótvírætt fram,
þó nokkuð á annað veg væri, lijá Kristjáni Blöndal (Lár-
ussyni), bónda á Gilsstöðum. Söngvinn var hann í besta