Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 157
Hlin
155
Upphlutur: Saumað eftir fyrirmynd frá Þjóðminja-
safninu (gamla sniðið). — Svart pils, aðeins styttra en
venjulega (efnið frá Gefjun). — Röndótt, eða köflótt,
svunta, djúp prjónahúfa, hvít treyja úr hör.
Peysuföt: Prjónuð stakkpeysa, svört. (Efnið var prjón-
að í Prjónastofunni „Peysan"). — Peysurnar saumaðar
sem líkastar stakkpeysu, handprjónaðri, frá Þjóðminja-
safninu. — Svuntur röndóttar og köflóttar. (Við eigum
aðeins fáar góðar svuntur). — Notuð eru ullarpils, svört,
flest gömul, og djúp prjónahúfa. — Fjelagið á 3 prjóna-
peysur, en efni í fleiri, og eru konur nú að spreyta sig á
að prjóna eftir gömlu fyrirmyndinni.
Skotthúfur: Það fer mjög í vöxt, að konur fái sjer
prjónaðar skotthúfur. — Við látum prjóna skotthúfur,
þær djúpu, kaupum gamlar húfur og prjónum sjálfar. —
Ein kona ljet börnin sín safna hagálögðum, sem móðir
hennar kembdi, spann, prjónaði og litaði. — Húfan er
mjög falleg. — Prjónuðu húfurnar tolla nriklu betur á
höfðinu, og haggast ekki í dansi.
ÞJÓÐBÚNINGUR.
Á síðastliðnu vori samþykti 5. þing Æskulýðssam-
bands íslands tillögu um að hvetja konur, yngri sem
eldri, er þess eiga kost, að bera íslenskan þjóðbúning,
þegar við á. — Æskulýðssambandið samþykti einnig á
þingi sínu tillögu um að leita í sumar til nokkurra ákveð-
inna stofnana og samtaka um að skipa fulltrúa í dóm-
nefnd fyrir landskepni á vegum Æskulýðssambandsins,
þar sem leitað verði eftir hugmyndum urn nýjan íslensk-
an þjóðbúning, við hæfi nútímakonunnar. — Hugmynd-
in er, að með því verði komið í veg fyrir, að íslenskur