Hlín - 01.01.1967, Page 160
158
Hlín
að vel hepnist. — Það er hógværlega og kurteislega aí' stað
farið. — Það spáir góðu.
Blönduósi 9. september 1967.
Halldóra Bjamadóttir.
ÆTTARNÖFN.
Fyrir 40—50 árum gaus upp úlfaþytur mikill hjer-
lendis meðal þjóðrækinna manna, sem óttuðust alvar-
lega, að helmingur þjóðarinnar hætti að kenna sig við
föður sinn, að fornum sið, en tæki upp ættarnöfn, mis-
jafnlega heppileg: Svo sem Giljan, Strjúgan, o. s. frv.
En þá óð fram á vígvöllinn kappi einn mikill, vígreifur
og þjóðrækinn, sem kom máli þessu fyrir kattarnef, svo
það hefur ek'ki skotið upp kollinium síðan. — Það var
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Hann barðist með hnúum og hnefum á móti málinu á
Alþingi, og með harðfylgi sínu og háðglósum fjekk hann
lögleitt bann við notkun ættarnafna.
En ekki treysti Bjarni sjer til, þó slingur væri, að ganga
í berhögg við gömlu ættarnöfnin, sem ungir menn í
hjegómaskap sínum tóku upp á Hafnarslóð á öldinni
sem leið. — Þau fengu að halda velli.
Hins vegar fanst sumum gæta nokkurs þröngsýnis, eða
misræmis, er útlendir menn, sem leita sjer hjer atvinnu,
urðu með lögum að afsala sjer gömlum ættarnöfnum og
nefna sig nú Ólason, Lárusson o. s. frv.
Og ekki fjekk Bjarni rönd við reist, með lögum þess-
um, að konur, íslenskar konur, urðu skyndilega nefndar
son, synir feðra sinna, en ekki dætur!