Hlín - 01.01.1967, Page 162
r
Avarp
flutt af Halldóru Bjarnadóttur í fjölmennu samsæti, sem
Akureyrarbær hjelt íslendingum vestan um haf 25. júní
1963.
Góðu íslendingar!
Góðu íslendingar að vestan!
Verið hjartanlega velkomnir heim!
Jeg þakka kærlega fyrir síðast, árið, sem jeg var hjá
ykkur vestra, fyrir 25 árum síðan.
Hin ýmsu fjelög vestra, ásamt Þjóðræknisfjelaginu,
kusu 11 konur í nefnd til að taka á móti mjer og leið-
beina á ferðum mínum.
feg liafði heimilisiðnaðarsýningu með og hafði 50 sýn-
ingar, ásamt erindum, í hinum ýmsu íslendingabygðum.
Og jeg þurfti eiginlega aldrei að tala enskt orð, allan
tímann vestra, svona var brúin sterk frá hafi til hafs.
Jeg dáist að ykkur: Þjóðrækni ykkar. Hve vel þið talið
íslenskuna, ættrækni ykkar og ættfræði, og þá ekki síst,
hve góðan orðstír þið getið ykkur í fósturlandinu. — Við
erum stolt af ykkur! jeg er eiginlega komin á þá skoðun,
að þið sjeuð bestu íslendingar, sem til eru, að öllu sam-
anlögðu. — Hvernig líst ykkur á!
Mörgu merkilegu kyntist jeg þetta ár, sem jeg dvaldi
vestan hafs, einnig mörgu skrítnu og skemtilegu, eins og
t. d. þegar karlarnir sögðu, að erindi mínu loknu, þar sem
reynt var að tína til alt frjettnæmt frá íslandi:
„Þú sagðir okkur ekki neitt, sem við vissum ekki áður.“