Hlín - 01.01.1967, Side 168
166
Hlín
eftir málfarinu. — Við Norðlendingar með: Kvammur,
saggði, braggð, mjólk, bam, hjálp, englar, en því miður
líka sumstaðar bádur (bátur), og einhversstaðar morgon
(morgun). — Hvaðan úr ósköpunum?
Sunnlendingar: Hvað, hver, lagði o. s. frv. — Og Skaft-
fellingar með: fleirri. — Vestfirðingar: Sagdi, lagdi, lang-
ur, tangi.
í þessu sambandi er ánægjulegt að minnast þess, sunn-
lenskum barnakennurum til verðugs hróss, að það virðist
sem að af flámælinu syðra sje algerlega gengið dauðu. —
Aftur á móti eru Austfirðingar ekki lausir við þann
ósóma, hvaðan sem þeir hafa náð í hann, þeir sem annars
tala hið fegursta mál. H.
ALMENN KURTEISI.
J?að hefur mikið verið talað uni það undanfarið, að
skólarnir þurfi að kenna almenna kurteisi, — og það er
hverju orði sannara. — Hvað þarf þá að athuga fyrst og
fremst?
Að mínu áliti er fyrsta boðorðið í því stafrofi: Nær-
gætni í umgengni. — Hvort heldur er á heimili eða
manna á meðal, þarf að taka tillit til allra jafnt. — Enginn
má vera útundan. — Þetta er oft vanrækt, meira að segja
af þeim, sem stöðu sinnar og starfs vegna ættu betur að
vita, ættu að vera þarna fyrirmynd.
Hversu oft hefur maður ekki verið þar viðstaddur, sem
einstaka maður, karl eða kona, eru algerlega útundan,
ekki við hana talað, ekki skift sjer af henni, fremur en
hún væri ekki til, þó hún sje í samkvæminu, boðin eins
og hinir. — Þá ekki síst ef brestur er á sjón eða heyrn, eða
útlendingur, sem ekki getur almennilega fylgst með,
sama er að segja um þá hljedrægu, sem ekkert láta á sjer
bera.