Hlín - 01.01.1967, Qupperneq 181
Hlin
179
móðir húsbóndans, hún var vanalega að enda við lestur-
inn í Jónsbók, þegar við komum í kirkjukaffið! — Svo
var það Gunnhildur Ryel, í Kirkjuhvoli, stórhýsinu, sem
Ryel kaupmaður bygði ofanvið Trjáræktarstöðina, nú
Minjasafn Akureyrar. — Þá Guðfinna Antonsdóttir og
María, kona Kristjáns Nikulássonar, lögregluþjóns. Svo
voru þær Álfheiður Eyjólfsdóttir, kona Páls Árdal, Krist-
jana Hallgrímsdóttir, kona Þorvaldar keyrara, Sigríður
Davíðsson og Magðalena Sæmundsen móðir hennar,
sem dó 99 ára gömul, Anna Jóhannsdóttir, kona Þórðar
gullsmiðs og Magðalena Þorgrímsdóttir, ógift alla æfi,
en var langa æfi húsfreyja hjá bræðrum sínum.
Þá má nefna Sigurbjörgu í Syðstahúsinu, einkennilega
og fyrirferðarmikla konu. Kotið hennar og blettinn
keypti Jón bæjarstjóri, bygði þar og ræktaði. Fanney,
ekkja bæjarstjórans, er búandi þar síðan. — Þá mætti
nefna Guðrúnu á Lækjabakka, sem bakaði pottkökurn-
ar góðu fyrir húsmæðurnar, og rogaðist með efnið og
kökurnar, fram og aftur.
Ekki má gleyma ljósmæðrunum, þær voru þarna fjórar,
hver fram af annari: Guðný, Sigurbjörg, Matthildur og
María, eða þá kennurunum: Páli Árdal, Kristbjörgu Jóna-
tansdóttur og Vilhelmínu Sigurðardóttur.
Fjaran átti einnig til einkennilegt fólk, ógleymanlegt:
Eins og Árna væna og Möllu Geirs. — Árni sá fjörubú-
um fyrir soðningu alla daga, það brást varla, og þau
Árni og Malla lifðu í tilhugalífi alla ævi, því að Árni
mátti engan tíma missa frá sjósókninni nje eyða í gifting-
arathöfn. — Og svo var þar Soffía Jónsdóttir í Soffíuhúsi,
sem þær systur, Soffía og Fanney, dótturdætur hennar frá
ísafirði, heimsóttu oft og dvöldu hjá langdvölum. Þau
hjónin Soffía og Bjarni Jónsson, timburmeistari, bjuggu
í Soffíuhúsi (Aðalstræti 72) langa æfi.
Nokkru fyrir 1920 barst Fjörunni nýstárleg og merki-
leg sending: Það var Frímann Arngrímsson, Eyfirðingur,
móðurbróðir Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar. —
12