Hlín - 01.01.1967, Síða 184
182
Hlin
hugsaði þá með mjer: „Gaman væri að eiga svona falleg-
ar skepnur."
Að þessum tíma liðnum var jeg næstu 5 árin hjá föður-
ömmu minni, Guðbjörgu í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi,
hún bjó þar á parti af jörðinni með ráðsmanni, það var
þríbýli, ákaflega stór jörð. — Dóttir ömmu minnar var í
seli með allar ærnar, flutti heim skyr og smjör tvisvar í
viku. — Þarna átti jeg gott, óx og þroskaðist, fermdist svo
í Goðdalakirkju af síra Zófóníasi.
Að þessum tíma liðnum fluttist jeg aftur á fornar slóð-
ir vestur í Blöndudalinn."
Jón talaði sjerstaklega gott og fallegt, íslenskt mál. —
Honum var tíðrætt um dvölina hjá ömmu sinni í Gil-
haga. — Ætli hann eigi henni ekki að þakka sitt íslenska
tungutak, hún hefur verið fædd um aldamótin 1800. —
Jón mintist á margt úr Skagafjarðardölum á þessum ár-
um: Vinnubrögð, verslunarhætti og Ameríkuferðir.
Lítil líkindi voru nú til þess, að drengurinn í Eyvind-
arstaðagerði yrði stórbóndi á höfuðbólinu. — En það
rjeðst samt svo, að pilturinn í kotinu og heimasætan á
höfuðbólinu, Ósk Gísladóttir, bundust fastmælum um
hjúskap. — Svona ráða forlögin stundum ráðum sínum. —
Þau hjón byrja svo búskap á Eyvindarstöðum 1898 og
bjuggu þar um tugi ára, áttu börn og buru, eins og þar
stendur. — Tveir synir þeirra: Gísli bóndi og Þorsteinn,
sýsluskrifari, voru söngstjórar og organistar. — Ættin öll
er mjög söngvin. — „Ekki var jeg hreppstjóri eða odd-
viti,“ segir Jón, „en 6 ár í hreppsnefnd, trúi jeg. — En
jeg var 20—30 ár söngstjóri og organisti í Bergsstaða-
kirkju. — Þar var ekkert orgel fyrst, ekki raddskifti.“
„Jóhann á Brúnastöðum, stórbóndi, átti Eyvindarstaði
fyrst framanaf. — Hálflendunni fylgdu tvö kúgildi. —
Atti að skila ánum á sama aldri í kúgildið. — Afgjaldið
var 6 sauðir og 40 pund af smjöri."
Jóni varð tíðrætt um Eyvindarstaði, Blöndu og Ey-
vindarstaðaheiði, sem von var. — Hann átti heima aust-