Hlín - 01.01.1967, Page 200
Úr brjefum.
Brjeíaskifti vegna bókar dr. Skúla Y. Guðjónssonar, Ár-
ósum: „Manneldi og heilsufar í fornöld“, sem kom út
1949.
Akureyri á Jónsnressu 1950.
Góði dr. Skúli!
Jeg má til með að þakka yður kærlega fyrir bókina
yðar, góðu: „Manneldi og heilsufar í fornöld“. — Það
er ein hin besta bók, sem jeg hef lesið, regluleg skemti-
bók, ekki neitt vísindalegt torf, sem oft vill verða hjá
lærðum mönnum. — Þó tæmandi og full af fróðleik. —
Furðulega mikið er um þetta efni í fornbókmentum
okkar, þó við, almenningurinn, veitum því ekki eftir-
tekt, en svona er það, er tínt er saman og sett í kerfi af
viti og smekkvísi.
Jeg vildi bara óska að einhver góður maður vildi á
sama hátt tína saman úr fornbókmentunum margt um
handavinnu, klæðnað og híbýlabúnað, þetta hefur auð-
vitað verið gert, jeg þekki minst af því. Skemtilegt við-
fangsefni. Jeg byrjaði einhverntíma að grúska í fornbók-
mentunum í því skyni, að gamni mínu, en hafði hvorki
tíma nje kunnáttu til að gera þetta. — Hrædd um að mig
hefði vantað gagnrýnanda á borð við próf. Jón Helga-
son.
Mig langar til að minnast á bókina yðar í „Hlín“, árs-
ritinu mínu (legg það nú samt ekki í vana minn að meta
bækur, þykist ekki fær um það), en þetta ætti hreint og
beint að vera alþýðubók, þetta skilja allir.