Hlín - 01.01.1967, Page 201
Hlin
199
Jeg býst ekki við, að þjer hafið sjeð „Hlín“, hún hljóp
af stokkunum hjá mér fyrir 30 árum, er mjög útbreidd
(6000), kemur á flest sveitaheimili, svo margir kynnast
þá bókinni. Jeg sendi yður að gamni 2—3 hefti.
Jeg vil um leið þakka yður kærlega fyrir útvarpserind-
in, þau voru orð í tíma töluð. — Við erum mörg að yfir-
gefa okkur gamla, góða mataræði, og allir eru líka að
verða magaveikir!
Til hamingju með starfið við háskólann í Árósum, en
við þyrftum að hafa yður hjer heima. — Vona að íslend-
ingar finni veginn að námsskeiðunum við háskólann, og
njóti þannig fræðslu yðar.
Að lokum langar mig til að minnast á dálítið, sem
mjer finst að hafi gleymst í yðar ágætu frásögn um ís-
lenska matinn, það er um liákarlinn, þann merkismat.
sem flestir íslendingar elskuðu, og var á hvers manns
borði, a. m. k. til hátíðabrigðis. — Verkun hans hlýtur
að vera mjög gömul.
Svo var það um keituna. — Það var ekki kúahland,
sem safnað var til þvotta, heldur „Mannamýg", sem Norð-
menn kalla, án tæpitungu, er safnað var mánuðum sam-
an til þvotta, bæði á ullina á vorin og á ullarfatnað
(blandað vatni).
Gráðasmjörið á Hólastað, og víðar, leigurnar og land-
skuldirnar, var mælt, hlaðarnir. Margir fslendingar vildu
lijer fyr ekki sjá nýtt smjör, og það alt fram að aldamót-
um, heldur súrt smjör, ósaltað.
Jeg orðlengi þetta þá ekki meira.
Óska yður langra og góðra lífdaga, starfandi okkar
þjóð og vísindunum til heilla.
Vinsamlegast.
Yðar
Halldóra Bjarnadóttir
frá Hofi í Vatnsdal.
L