Hlín - 01.01.1967, Page 207
Hlin
205
Árnesingurinn, Skúli G. Bjamason, vinur okkar í Los
Angeles við Kyrrahafið, skrifar:
„Hún Ingibjörg, vinkona okkar, sem nú er á tíræðis-
aldri, rúmliggjandi og langt leidd, bað okkur Itjónin að
finna sig, ef við mögulega gætum. — Hún bjóst ekki við
að eiga langt eftir. — Við fórum öll til móts við gömlu
konuna.
Það var mest um ráðstöfun á útför hennar, sem henni
fanst betra að ræða við okkur en við börnin sín, sem
veita henni alla hugsanlega þjónustu.
Eitt atriði í ráðstöfunum hennar var það, að leggja
blómin, sem hún hafði geymt til minningar um ísland
þessi 70 ár, í kistuna sína. — Þau voru tínd í landareign
Stóranúps af síra Valdemar Briem, frænda hennar og
vini, og fest á blað af Ólöfu konu hans, og gefin Ingi-
björgu.
Þetta verður að sjálfsögðu gert að vilja gömlu kon-
unnar, en jeg sje eftir blómunum frá Stóranúpi."
Nokkru síðar skrifar Skúli:
„'Nú er Ingibjörg, vinkona okkar, Guðmundson, hjer
í borginni, látin. — Þið hafið skrifast á og þektust.
Það var mikil erfisdrykkja á heimili Karls sonar henn-
ar í Sunland, en frá heimili hans blasa við fjöllin, sem
Ingibjörg kallaði Hrepphólafjöllin sín.
Blómin frá Stóranúpi, sem fyr um getur, hafði Anna,
dóttir Ingibjargar, fest í hvíta tigla á bláum feldi í stórri
ábreiðu, sem breidd var yfir kistuna, meðan á jarðarför-
inni stóð. — Ábreiðan var sannarlega of fögur til að fara
í gröfina.
Ef til vill var farið að þínum ráðum, að ísland fengi
að erfa blómin. — (Ábreiðan var síðan send til Ingibjarg-
ar Dagsdóttur, dóttur Dags Brynjólfssonar á Selfossi, til
frekari ráðstöfunar.)