Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 228
226
Hlín
Námsskeið í meðferð ullar í Reykjavik.
Námsskeið var haldið síðastliðið haust í Reykjavík. — Heimilis-
iðnaðarfjelag íslands og Vigdís Kristjánsdóttir, listmálari, stóðu
fyrir því. — Námsskeiðið var einkum ætlað handavinnu-, vefnaðar-
og teiknikennurum, svo og listmálurum.
Námsskeiðið var vel sótt, 20 nemendur, kent í 4 vikur. fjórum
sinnum á viku, 110 stundir alls. — Kennarar voru: Vigdís Kristjáns-
dóttir í jurtalitun og listvefnaði. — Valgerður Briem, leiðbeinandi
við vinnuuppdrætti. — Tóvinna og spuni: Hulda Stefánsdóttir og
Ingibjörg Eyfells. — Það voru ofin 7 stykki, eftir útskurðarfyrir-
myndum úr Þjóðminjasafni. — Það var tekið ofan af ull, hært,
kembt og spunnið og gerðir skór. — Þetta var svo að lokum alt sýnt
uppi í Þjóðminjasafni, ásamt fyrirmyndunum og jurtalitaða band-
inu, sem ofið var úr.
Stefán Jónsson, arkitekt, bauð þangað stjettarbræðrum sínum,
arkitektunum, í því skyni, að vekja áhuga þeirra fyrir myndofnum
teppum í skóla og aðrar opinberar byggingar. — Námsskeiðið þótti
vel takast, og sömuleiðis námsskeiðið, sem haldið var fyrir áhuga-
menn, snemma í des.: 40 stundir í jurtalitun og 40 stundir í tó-
vinnu. — Gert er ráð fyrir að halda námsskeiðunum áfram.
Jóhanna Magnúsdóttir, lyfsali i Reykjavík, skrifar:
Faðir minn, Magnús sýslumaður í Rangárvallasýslu Torfason,
bjó í Árbæ í Holtum fyrir og eftir aldamótin. — Jeg fæddist þar og
ólst þar upp fyrstu æfiárin. — Jeg man að faðir minn og allir karl-
mennirnir þar á bænum gengu í heimaunnum og heimasaumuðum
fötum og kvenfólkið líka nema kjóltreyjur móður minnar voru úr
öðru efni og hún Jóhanna föðuramma mín átti altaf svört silkiföt
frá Ameríku. — Þau komu frá Ameríku til okkar að Árbæ, afi og
amma, daginn sem jeg fæddist. — Seinna kom líka móðuramma
mín til veru, en hún dó um veturinn. — Það var margt um mann-
inn í Árbæ. — í Árbæ vóru salonsofnar ábreiður yfir hverju rúmi.
Svo fluttumst við til ísafjarðar, þá Ijet móðir mín vefa mikið úr
tvisti til rúmfatnaðar. — Eaðir minn átti lengi ullarrekkjuvoð, sem
honum þótti vænt um og notaði eftir að liann kom hingað til
Reykjavíkur. — Jeg get sagt þjer það, að jeg á hjer tvær glitofnar
ábreiður, sem móðir mín keypti, þegar hún bjó austur í Rangár-
vallasýslu. — Önnur var orðin svo slitin, að jeg fjekk hana Júlíönu
Sveinsdóttur, listakonu, til að endurnýja hana, vefa eftir henni.
Frjettir úr Örœfum, Guðrún Karlsdóttir skrifar 1967:
Vefstóllinn var settur upp í vetur hjer. —• Gunnþóra dóttir mín,
sem var á Löngumýri í fyrra, óf að gamni sínu nokkur veggstykki,