Hlín - 01.01.1967, Síða 229
Hlín
227
einnig systir mín Hallbera. — Gunnþóra spann sjálf band með sauð-
arlitum og blandaði því svo smekklega í veggstykkin. Einnig ó£ hún
úr jurtalituðu bandi, sem jeg átti og hafði spunnið, okkur vantaði
lielst Ijósgrænt. Jeg tók þá töðuvisk úr hlöðunni og sauð og fjekk
ágætan ljósgrænan lit. — Litli drengurinn minn. hann Sigurður, 10
ára, óf svo að gamni sínu veggstykki seinast. — Þau dá vefstólinn,
þó gamall sje. — Jeg prjónaði skotthúfu eftir uppskrift í Hlín, ekki
var það mikið verk.
Haustið 1967: Við keppumst við að uppskera ávexti líðandi sum-
ars: Kartöflur, krækiber og margar fötur af ribsberjum, gulrætur
og kál eftir þörfum, svo tíni jeg fræ af birkihríslunum mínum í
garðinum og sái næsta vor, ef Guð lofar.
í vetur, 1967, fögnuðum við kvenfjelagskonur Góu með skemt-
un í Fjelagsheimilinu á Hofi. Fyrst var sameiginleg kaffidrykkja,
svo las jeg upp ferðasögu um Austurríkisferð mína á sl. sumri, sem
Maria Bauer Júttner, bauð mjer til að kostnaðarlausu. Hún hefur
verið við kenslustörf á Akureyri undanfarin ár, og er enn komin.
Haustið 1965 skrifar Guðrún: í sumar var hjer heima Páll, al-
þingismaður, mágur minn. — Við rekum búið í fjelagi. Svo voru
hjer börn og unglingar, svo við vorum stundum 11 í heimili. — Nóg
að starfa, úti og inni. — Móðir mín er hjerna hjá mjer 79 ára, og
tengdamóðir mín 85 ára. — Þær hafa fótavist flesta daga.
Dirna Olafsdótlir, Birnufelli í Fellum, Múlasýslu, skrifar:
Við fórum í jólainnkaup í gær. — Jeg hef ekki komið í verslun í
5 ár, það gerir sjónleysið. — Mjer gerir það ekki svo mikið til. —
Jeg á elskulegan mann, sem hugsar um alt fyrir mig, eða með mjer.
— Hann gefur mjer allar nýjar bækur, sem jeg hef áhuga fyrir, og
les þær svo. — Það er ef til vill skrítið, að hálfblind manneskja
skuli hugsa jafnmikið um bækur og jeg geri, en aldrei hafa bless-
aðar bækurnar tafið mig frá vinnu, jeg hef sjeð um það, en þær
hafa lyft mjer hátt yfir fjötra og helsi. — Jeg fer aldrei að heiman
nema á söngæfingar í kirkjukórnum og til kirkju. — 1965. Sunnu-
daginn fyrstan í vetri messaði prófasturinn okkar síra Erlendur Sig-
mundsson. — Jeg var í óða önn að elda slátur, en Ijet bara í pott-
ana, svo fórum við hjónin. — Messan byrjaði ekki fyr en kl. að
ganga 6. —- En þetta var einhver sú dásamlegasta stund, sem jeg hef
átt í litlu kirkjunni minni, í kvöldhúminu við kertaljós.
Við hjónin erum bæði fædd 11. júlí. Hann 1903, jeg 1905. — Það
ár byrjaði hann pabbi minn að slá á fæðingardaginn minn, og hann
liafði þann sið lengi að byrja þann dag. — Jeg bið þig afsökunar á
hvað þetta er illa skrifað, það er mest gert eftir áætlun meir en sjón.
15*