Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 88
86
Davíð Kristinsson
inn vafi á því, að hugur hans var betur undir breytingar búinn en margra ann-
arra. [...] Þessi íhaldssami guðfræðingur hafði fengið víðtæka þekking á rann-
sóknum nútímans, þeim er að trúarmálum lúta, hafði í raun og veru hrist af sér
alla kenningar-klafa og var orðinn frjáls maður í anda. Svo virðist, sem insti
kjarni trúar hans hafi aldrei skaddast neitt í þessum umbrotum andans.“9
í upphafi „Lífsskoðana" segir Friðrik sögu ungs manns sem „fjarlægðist
guð“, trúði ekki á eilíft h'f og „fór að njóta alls þess, sem lífið hefur upp á
bjóða“ þar til lífsgleðin kippti „fótunum undan siðferðislegri alvöru“ hans (7-
10).10 Friðrik segir þetta ekkert einsdæmi: „Margir gáfuðustu unglingar fólks
vors hafa tekið sjer þessa lífsstefnu.“ Þegar unga fólkið er komið „út í hættu-
lega sigling", „þegar siðferðisleg apturför og rotnun grípur um sig í mannfje-
lögunum, þá er eðlilegt að spurt sje, að hve miklu leyti þetta standi í sam-
bandi við einhverja ákveðna lífsskoðun eða ekki.“ (14) Friðrik skilgreinir
hugtakið svo: „Lífsskoðun þín samferðamaður, er skoðun þín á lífinu, upp-
runa þess og tilgangi, ætlunarverki þess og markmiði.“ (11) Þessa grunnþætti
lífsskoðunar álítur Friðrik siðferðilega þar sem þeir hafi áhrif á atferli okkar:
„Fyrstu frumspursmál lífsins eru siðferðislegs eðlis. Hugsanir vorar um þau
ákveða að meira og minna leyti stefnu lífs vors.“ (14) Til að meta þessa sið-
ferðilegu grunnþætti er því „lífsárangurinn hinn rjetti dómari hverrar lífs-
skoðunar. Trjeð þekkist af ávöxtunum." Lífsárangur skoðana birtist í því að
annaðhvort bera þær menn „upp á við eða niður á við.“ Til að greina hnign-
andi lífsskoðanir frá andstæðu þeirra leggur Friðrik til eftirfarandi mæli-
kvarða: „Yfir höfuð virðist með öllu eðlilegt og rjett, að dómurinn yfir eina
lífsskoðun sje felldur samkvæmt því berandi afli, sem hún hefur fyrir siðferð-
islega fullkomnun mannsins" (14), en Friðrik segir menn almennt sammála
um „að einn aðaltilgangur lífsins, hvað mennina snertir, sje siðferðileg fúll-
komnun." (13) I víðara samhengi álítur Friðrik menn á einu máli um það „að
menningarbaráttan sje siðferðislegs eðlis og að skilyrðið fyrir framförum
mannkynsins sje siðferðileg fullkomnun einstaklinganna.“
Þegar farið er betur í saumana á þessum átökum samtímans kemur í ljós að
sú menningarbarátta sem Friðrik segir fyrst menningarlegs eðlis er ekki síður
trúarleg: „Því betur sem hugsun vor kemst inn að kjarnanum í heimsdeilunni,
því ljósara verður oss það, að ágreiningurinn er milli trúar og vantrúar.“ (15)
Andstæð öfl takast á: „Það eru tvær aðalh'fsskoðanir, sem standa andspænis
hvor annarri í heiminum. Trú og vantrú eru aðaleinkenni þeirra. Kristindóm-
ur og antikristindómur eru mannhfsins tveir aðalstraumar.“ (14-15) Friðrik
rekur upptök átakanna hálfa aðra öld aftur í tímann: „Um miðja 18. öld byrj-
ar nýtt tímabil. Sá vantrúarstraumur, sem vjer erum nú uppi í, fór þá að gjöra
9 Einar H. Kvaran, „Síra FriðrikJ. Bergmann", ísafoldXLV. ár, 18. tbl. (27. apríl 1918). Um ritdóma
Friðriks segir Einar þá hafa verið „nokkuð einhliða. Því eitt var það sem hann leitaði að framar öllu
öðru. Það var siðferðilegt gildi ritanna. Fyndi hann það ekki, vöktu ritin litla samúð hjá honum. Að
nokkru leyti kann það að hafa stafað af því uppeldi, sem hann hafði fengið, og því lífsstarfi, sem hann
hafði valið sér. En þetta átti líka vafalaust rætur í eðlisfari sjálfs hans. Siðferðilegi strengurinn var þar
sterkastur allra.“
10 Tölur innan sviga vísa til blaðsíðu í þeim texta sem er til umræðu hverju sinni. Sé næsta tilvitnun án
blaðsíðutals er um sömu síðu að ræða.