Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 12
Tímarit Máls og menntngar þær staðreyndir sem fróðleiks hefur verið aflað um, og loks á grundvelli slíkrar flokkunar leiða í ljós eitthvert samhengi hlutanna, einhverja reglu eða lögmál sem hinar flokkuðu staðreyndir kunni að hlíta.8 Þessi hversdagslega hugsun, að vísindaleg þekkingarleit sé fólgin í fróð- leiksöflun öllu öðru fremur, er oftast kennd við aðleiðslu og aðferðin sem hún lýsir nefnd aðleiðsluaðferð. Og það traust hafa menn borið til þessarar aðferðar að raunhyggjan sem boðar hana hefur þá sérstöðu meðal allra heimspekikenninga að sérfræðingar í öðrum greinum hafa gripið við henni gleypandi eins og sjá má á inngangsköflum flestra kennslubóka í flestum fræðum. Raunhyggjan hefur jafnvel ráðið mestu um stefnu allra rann- sókna í hvers konar mannfræðum: hagfræði, málfræði, sálarfræði og fé- lagsfræði. Samkvæmt boðorðum raunhyggjunnar ber þessum fræðum eins og öllum öðrum fyrst og fremst að safna fróðleik um staðreyndir, síðan megi stefna að því að finna sem altækust lögmál eða reglur sem komi heim og saman við sem flestar þessara staðreynda. Þegar þau lögmál eru fundin sem koma heim við allar staðreyndir er endanlegum tilgangi náð: menn hafa höndlað sannleikann. Nú er þess fyrst að geta um Karl Popper að í aðferðarfræði sinni má heita að hann afneiti aðleiðsluaðferðinni í smáu og stóru. Þótt ekki væri annað, segir hann, gefur aðleiðslukenning raunhyggjunnar alranga mynd af hinum nýtustu rannsóknaraðferðum þeirra fræða sem að allra dómi eru lengst á veg komin, til að mynda eðlisfræði allt frá 17du öld og líffræði frá ofanverðri öldinni sem leið. Voltaire segir frá því að Newton hafi hug- kvæmzt kenning sín um þyngdarlögmálið er hann sá epli falla af grein. Þessi saga gæti vel verið sönn. En hún getur ekki talizt koma vel heim við raunhyggjuna. Ef Newton hefði fylgt aðleiðsluaðferðinni hefði hann átt að gera sem nákvæmastar mælingar á falli sem flestra epla í sem flest- um görðum, að ekki sé minnzt á málningardósir á vinnupöllum og mjöll- ina frá liðnum vetri, áður en hann leyfði sér að Ieita einhvers lögmáls sem þessi fyrirbæri kynnu að hlíta. Og þessi kostur er engin ímyndun: slík er einmitt aðferðin sem Francis Bacon lýsir í smáatriðum í ritum sínum.0 Hefði Newton tekið rit Bacons alvarlega er eins víst að eftirmenn hans sætu við að safna fróðleik um fall hinna ólíkustu hluta enn í dag. En það gera þeir ekki sem betur fer: að minnsta kosti ekki alveg allir. Ef til vill get ég varpað frekara Ijósi á það sem nú er sagt með því að segja, af nokkrum fruntaskap, að vísindi eigi ekkert skylt við þekkingu. Vísindamaður - og hér nota ég orðið ekki sem starfsheiti - vill skilja en 250
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.