Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 24
Tímarit Máls og menningar er enn á frumstigi.28 En hverjar sem niðurstöður slíkrar könnunar kunna að verða þá er engin ástæða til að ætla að þau lúti meiri skynsemi en hver önnur uppátæki manneskjunnar. Ég þarf ekki í þessum félagsskap að tíunda dæmi um klíkudrátt eða hégómaskap af öllu tæi sem setur umtals- verðan svip á þau og hefur sett að minnsta kosti allt frá dögum Newtons sem var ekki einasta einhver mesti vísindamaður mannkynssögunnar, held- ur líka einhver hégómlegasti þrasari vísindasögunnar. En ég má kannski láta þess getið að mér hefur löngum virzt að jafnaðarmenn mættu hugleiða þennan þátt vísindasögunnar. Ein hefðarspeki þeirra er sú að í stéttlausu þjóðfélagi framtíðarinnar muni öll samkeppni, og með henni metnaður og jafnvel öfund og iilvilji, hverfa eins og dögg fyrir sólu. Nú kemst ríki vísindanna sennilega næst því allra mannlegra samfélaga að vera stéttlaust samfélag. Og það skyldi nú ekki vera að saga vísindanna bendi til þess að í stéttlausu samfélagi muni lögmál frumskógarins ríkja ein? En kannski er það einmitt þetta sem gerir stéttleysið eftirsóknarvert. Um hugtakið ,hefðarmið‘ mun ég hafa fæst orð. Ég læt þess eins getið að greining Kuhns á hefðarmiðum, sem er að nokkru leyti sálfræðileg eins og fram er komið, gefur þeirri tilgátu undir fótinn að þessar hlut- bundnu fyrirmyndir að starfi manna geti beinlínis mótað sjálfa reynslu þeirra svo að þeir sjái hlutina í annarlegu ljósi eða jafnvel sjáist alveg yfir þá. Hvað sem því líður er umhugsunarvert að evrópskir stjarnfræðingar urðu aldrei varir við nýjar stjörnur á hvolfinu, sem fræði þeirra kenndu að væri óbreytanlegt, fyrr en hálfri öld eftir daga Kóperníkusar, á meðan Kínverjar höfðu haldið skipulegar skrár yfir slíka fyrirburði og aðra sam- bærilega, enda höfðu þeir enga kenningu sem sagði þeim að himinhvolfið væri óbreytanlegt. Eða þá að Kínverjar höfðu veitt sólblettum athygli, sjónaukalaust, mörgum öldum áður en Galileo og samtímamenn hans komu auga á þá.29 Þorri líffræðikennara mun kannast við að yngstu nemendur þeirra sjái varla neitt í smásjá fyrr en þeim hefur verið sagt hvað þeir eigi að sjá.30 Nú hef ég reynt að gera greinarmun á hefðarspeki, hefðarveldum og hefðarmiðum og get þá með betri samvizku en ella mundi slegið þessum hugtökum saman í eitt, að hætti Kuhns sjálfs, og talað aðeins um viðmið. Hefðbundin vísindi stjórnast af viðmiðum, segir Kuhn. Viðmiðin ráða ferð- inni með einum hætti fyrst og fremst: þau skilgreina þau vandamál hverrar fræðigreinar sem vert sé að fást við og afneita öllum öðrum. Þar með kveða þau á um hvað telja beri vísindi og hvað ekki, hverjir eru virðulegir vís- 262
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.