Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 132
Tímarit Máls og menningar sagnapersónurnar Sigurð Fáfnisbana og Guðrúnu Gjúkadóttur. Hún hafði hross- tagl og reið svörtum hesti, sem nefndist Skokse, en Sigurður var svo hrumur, að hjálpa varð honum til að opna augun. Hans hestur hét Grani sem að fornu. Fræðimenn þeir, sem fjallað hafa um oskereia, eru yfirleitt sammála um, að Guro hafi þegið ýmsa drætti frá huldu- konum í norskri þjóðtrú, en skv. henni eru huldukonur oft glæsikvendi að því undanskildu, að þær hafa hala. Svipar þeim að þessu leyti til Guro, sem að vísu hafði tagl. Þá þekktist, að foringi oskereia væri nefndur Þrándur. Á ferð sinni um landið um jólaleytið stal oskereia af jólaölinu og þynnti svo það sem eftir var með vatni, svo að ekki sæist, að búið var að taka hluta þess, skemmdi jólamatinn, stal hesmm, eink- um svörtum, og þeysti á þeim langar leiðir, hirti upp þá menn, sem urðu á vegi hennar, jafnvel þótt þeir væru inn- an dyra, og hafði á burt með sér. Þeir, sem fyrir þessu urðu, en það voru eink- um glaðværir menn, hlutu hin misjöfn- ustu örlög; sumir komu fram langt frá fyrri híbýlum, aðrir fundust aldrei, og enn aðrir fundust dauðir og þá oft í húsum, sem staðið höfðu auð um skeið, oft hengdir. Sú trú þekktist, að oskereia dræpi á næsta áfangastað þá menn, sem hún rændi. Það var almenn trú, að ef oskereia stigi af hestum sínum, þar sem mannabústaðir voru og fólk var fyrir, yrði einhver drepinn, meðan hún áði. Söfnuður þessi settist þá á syllu yfir dyr- um og hafði þar hægt um sig, meðan fátt bar tii tíðinda, en skrögglaði13) og hristi beizlisstengur, þegar slagsmál hóf- ust, en mestur var þó fyrirgangurinn, þegar morð voru framin. Sáu þetta þeir, sem skyggnir voru. Talið var varlegast að varna oskereia að komast í fjósið, og 370 í þeim tilgangi voru málaðir krossar á kýr og fjósdyr, en ekki er þess getið í heimildum þeim, sem höfundur þessar- ar greinar hefur komið höndum yfir, hvað gerðist, ef oskereia komst í f jós og að kúnum. Þá var því trúað, að oskereia gæti tekið þá, sem voru einir í fjósi jólanóttina. Bent hefur verið á, að oskereia eigi sér hliðstæðu í draugaher þeim, sem fer yfir land um jólaleytið skv. þjóðtrú margra Mið-Evrópuþjóða og nefnd er das wútende Heer eða die wilde Jagd á þýzku. I Svíþjóð var því trúað, að væru menn staddir úti á eyðisvæðum í nátt- myrkri um jólaleytið gætu þeir átt á hættu að rekast þar á riddara, sem elti fólk eða vætti, ekki sízt konur eða kven- kynsvætti, og dræpi. Var þetta fyrirbæri nefnt Odens vilda jakt eða Odens jakt, og mun Oðinn hafa átt að vera þessi riddari. Um mikinn hluta Evrópu var því trúað, að sálir framliðinna vitjuðu fyrri heimkynna sinna á allraheilagra- messu, og oft voru þá álfar líka á ferli og gátu þeir verið hættulegir. Trú af því tagi, sem nú var greint frá, mun forn, og nægir því til smðn- ings að nefna verur þær, sem fylgdu grísku gyðjunni Heköm, en það voru svartir hundar og vofur sjálfsbana og þeirra, sem dáið höfðu voveiflega, svo og á þann hátt germanaættflokksins naharvala, sem Tacims greinir frá í Germaniu, að ráðist helzt á óvini sína í náttmyrkri og þá búnir svörtum skjöld- um og málaðir. Islenzkar hliðstæður hafa verið dregnar fram í dagsljósið, t. d. frásögn Þiðranda þáttar og Þórhalls af dauða Þiðranda, álfareiðin í sögunni Tungustapi og ýmsar frásagnir af heim- sókn álfa og ekki síður vatnabúa á. nýjársnótt, t. d. sagan Álfadans á nýjárs- nótt í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.