Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar Niðurstöður verða þessar: Höfundur Gísla sögu lætur söguhetju sína reyna að beina grun vegna dráps Þorgríms að yfirnáttúrlegum verum, afturgöngum eða e. t. v. álfum, og fer um þetta efni eftir alþekktu sagnaminni, sem hann kann að vísu að hafa lagað lítillega, eða eftir sögnum, sem tengzt hafa nafni Gísla. Gísli er fyrr í sögunni sagður hafa látið af blótum eftir dvöl sína í Vé- björgum,24) og kann það að skýra, hví hann er látinn þora að bjóða vættum birginn með þessum hætti. Þjóðsagna- efni kemur víðar fram í sögunni, og má af siíku benda á frásagnir af draumkon- um Gísla, sem virðist svipa til dísa, svo sem á hefur verið bent. Söguhöfundur tekur þann kost að láta vera innangengt í fjósið, vegna þess að það var eina leið- in til að láta Gísla komast brott úr skál- anum, án þess að skálabúar yrðu þess varir, að útidyr væru opnaðar (annars hefðu þeir orðið varir við kaldan loft- straum). Manni, sem farið hefði út í fjós, meðan Gísli var þar, hefði án efa brugðið í brún að sjá þar mann klædd- an blárri kápu og línbuxum kópandi yfir samanbundna kýrhala og talið þar forynju komna, ekki sízt, ef Vésteinn hefði verið klæddur sams konar fötum, þegar liann var lagður í haug. Höfundur Droplaugarsona sögu, sem líka notar minni þetta, misskilur það, heimfærir atburðarásina til rangs árstíma og skýrir sumar athafnir Gríms á vígsnóttina á mjög ótrúverðugan hátt. Ekki virðist ástæða til að ætla, að önnur sagan sé þiggjandi og að höfundur hennar hafi tekið minnið upp eftir hinni, enda lík- legast, að um alþekkt minni sé að ræða, sem báðir höfundar hafi notað sjálfstætt. Á þetta reyndar víðar við um það, sem útgefendur fornrita hafa viljað flokka undir rittengsl og notað til aldursgrein- ingar á sögunum. Vakin skal athygli á, að frásagnirnar af helskónum, sem Þorgrímur batt Vé- steini, og steininum, sem Gísli lagði í skipið í haugi Þorgríms, kunna að vera hluti þessa minnis (Gísla saga, 14. og 17. kap.). Þess er að vísu getið í sög- unni, að hinn dauði skuli nota skóna á göngu sinni til Valhallar, en hvergi kemur fram, að hann hafi átt að fara þangað rakleitt strax og hann hafði ver- ið lagður í haug, og lítið gagn hefði orðið að helskónum, ef hann hefði átt að fara til Valhallar strax eftir andlátið. Fornmenn gætu því sem bezt hafa trúað því, að Vésteinn og þeir aðrir, sem hauga byggðu, væru á reiki í nágrenn- inu, a. m. k. fyrst eftir að þeir voru lagðir í haug, og þörfnuðust skæða af þeirri ástæðu líkt og trúað var um íra- fellsmóra og aðra merkisdrauga síðar. Líklegra er og, að steinninn í skipi Þor- gríms hafi átt að fjötra hinn dauða við legstaðinn, en að hann hafi átt að varna því, að skipið, sem haugur skyldi orpinn yfir, fyki eða gengi úr skorðum. Því virðist hafa verið trúað um allan heim, að fjötra mætti sál dauðra við legstað eða dánarstað með því að leggja þar steina. Þessi trú var alþekkt í Noregi, og hér bera steinahrúgur á meintum dysj- um sakamanna og annarra þeirra, sem ekki fengu leg í kirkjugarði, henni þög- ult vitni, svo og sögur af galdramönn- um. Gísli hafði ærna ástæðu til að reyna að fjötra anda Þorgríms við kumlið. Gísli kann og að hafa ætlað að leiða grun að huldum vættum með því að fela morðvopnið, spjótið Grásíðu, í kistu, en það virðist ekki koma fyrir augu annarra en þeirra hjóna frá því að 372
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.