Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 10
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n 10 TMM 2012 · 2 um að því leyti að hann ræktaði aldrei tengsl sín við Þýskaland og mann- fræðigreinar hans birtust ekki á þýsku heldur í tímaritinu Man, riti Bresku konunglegu mannfræðistofnunarinnar. Kannski hrifu viðvörunarorð Guð- mundar Hannessonar um að „hræra“ ekki of mikilli pólitík við mannfræðina. Mannfræðilegar mælingar hans skiluðu sér í stórvirki hans um uppruna Íslendinga, líkamsgerð, heilsufar og mataræði (Jón Steffensen 1975). Niður- stöður mælinga hans á beinum hér, á Norðurlöndum og Bretlandseyjum voru tímamótaverk og með nákvæmni sinni og eljusemi komst hann mjög nærri niðurstöðum mannerfðafræði um aldarfjórðungi síðar um uppruna Íslendinga (Agnar Helgason 2001). Jón starfaði einnig fyrir Þjóðminjasafnið og var kallaður til í hvert sinn sem mannabein fundust (mynd 1). Við og hinir: Af eskimóum Þrátt fyrir ótal sögur af ferðalögum víkinga og margar ritaðar frásagnir af öðrum löndum í íslenskum handritum, hefur hinn almenni Íslendingur lifað í tiltölulega einangruðum félagslegum heimi, með tilliti til staðsetningar landsins í Norður-Atlantshafi. Frásagnir íslenskra miðalda af öðrum sam- félögum eru þess vegna að miklu leyti goðsögulegs eðlis og frá annarri hendi, upprunnar í öðrum evrópskum textum. Sumar sagnanna, m.a. Eiríks saga, segja frá framandi þjóðum í nágrenninu, sérstaklega frumbyggja á vesturströnd Atlantshafs. Sögurnar enduróma gildishlaðnar hugmyndir um skrælingja, sem þýðir hvort tveggja í senn, barbara og frumbyggja Græn- lands. Á 10. öld stofnuðu íslenskir og norskir siglingamenn tvær nýlendur á suðvestur Grænlandi. Bæði sögurnar og frásagnir inúíta lýsa núningi milli frumbyggja og hinna norrænu aðkomumanna, djúpum menningarmis- skilningi. Þrátt fyrir nálægðina og sameiginlega stöðu sem nýlendur Dana, þá voru samskiptin gegnum aldirnar lítil, nánast engin. Í augum íslenskra þjóðernissinna voru inúítar frumstæðir villimenn sem áttu lítið sameiginlegt með afkomendum bókmenntarisa sögualdar. Þetta viðhorf birtist meðal annars í deilum Íslendinga í upphafi tuttugustu aldar í samhengi við svokallaðu „nýlendusýningu“ sem haldin var í Kaup- mannahöfn árið 1905. Dönsk stjórnvöld hugðust halda sýningu til að sýna nýlendum sínum virðingu, en Íslendingar móðguðust að vera með í þeim félagsskap. Jón Yngi Jóhannsson (2003) hefur bent á að Íslendingar gerðu ekki athugasemd við nýlendusýningar í sjálfu sér, voru ekki að gagnrýna þá hugmynd að sýna fólk á sama hátt og dýr í dýragarði, heldur voru þeir ósáttir við að sýna landa þeirra á þann hátt. Sumir efuðust um að rétt væri að kalla Ísland nýlendu, og ímynduðu sér að Ísland væri á einhvern hátt í alveg sér- stöku sambandi við Danmörku. En þótt margir Íslendingar litu niður á inúíta, voru þeir samt áhugasamir um frásagnir um samskipti inúíta og norrænna manna fyrr á öldum. Þessi áhugi kristallast m.a. í sögunni af ljósum eskimóum (Blond Eskimos). Meðal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.