Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 76
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r 76 TMM 2012 · 2 að færa fórnir. Þegar hann hefur unnið það þrekvirki að bjarga föður sínum af snarræði og fórnfýsi úr maga stórfisksins, unnið heiðarlega verkamanna- vinnu um langa hríð og hugsað vel um aldraðan og lasburða föður sinn, sýnt hógværð, auðmýkt, gjafmildi og vinnusemi til lengri tíma – þá fyrst kemur dísin til hans í draumi og Gosi vaknar sem drengur af holdi og blóði. Í spegli sá hann ekki: … þetta venjulega mjóslegna fés spýtubrúðunnar, heldur holdfyllt og greindarlegt andlit lítils drengs með dökkbrúnt hár, skær augu og með glaðlegt og hressilegt yfir- bragð eins og páskarós. (Collodi, 1883/1987:118–119). Gosi er illur Þannig er endirinn – en í upphafi, á fyrstu dögum Gosa í brúðuformi, er hann svo sannarlega engin „páskarós“. Í bræðiskasti kálar hann talandi krybbunni með hamri, þessari sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í Disney-myndinni. Gosi segist ætla að strjúka frá föður sínum því hann vilji ekki fara í skóla að læra, hann vilji heldur leika sér, elta fiðrildi, „jeta, drekka, sofa, skemta mér og lifa allan daginn fyrirhafnarlausu lífi“ (Collodi, 1883/1922:21). Krybban segir þá að honum muni farnast illa og segist vor- kenna honum: „Þú ert gerfikarl, en verst að öllu er, að þú hefur trjákoll.“ Gosi verður hamslaus af reiði og grípur hamar og drepur krybbuna. Gosi birtist þarna sem stjórnlaus, ill sæborg. Hin illa sæborg og óttinn við hana er áberandi í flestum þeim bókmenntaverkum og kvikmyndum sem um hana fjalla. Þessi ótti er raunar oft meginstefið eins og til dæmis í kvikmyndinni Alien (Scott, 1979) og Matrix (Wachowski og Wachowski, 1999) og rekur sig allt aftur til fyrstu verkanna sem fjalla um sæborgir; svo sem til hinnar frægu Olimpiu í Sandmanni Hoffmanns (1817/1885) og skrímslisins í Franken- stein (Shelley, 1818/2009), enda er þessi ótti stundum kallaður „Franken- stein-komplexinn“, þegar rætt er um tortryggni gagnvart gervimennum og vélum sem líkjast fólki í útliti. Þræðirnir í þessum ótta við sæborgina virðast í meginatriðum þrír; hræðslan við að missa stjórn á tækninni, við að missa stjórn á líkamanum og við að missa mennskuna á einhvern hátt. Eins og bent er á í Sæborginni (Úlfhildur Dagsdóttir, 2011) er sjálfvirkni og sjálfstæði oftast sett upp sem andstæðupar – á öðrum endanum er sæborgin sem er sjálfvirk vél, en á hinum enda andstæðuparsins er mennsk vera sem er sjálfstæð. Mennskan er teiknuð upp sem jákvæður eiginleiki og tengist góðmennsku, en sjálfvirknin er af hinu illa. Af þessu leiðir að um leið og sæborgir sýna mennsku eða mannlegar tilfinningar að einhverju marki fara þær yfir ásinn og hætta að vera vondar. Gott dæmi um þetta er Tortímandinn sem grætur í lok myndarinnar Terminator 2: Judgment Day (Cameron, 1991) og markar það kaflaskil, persóna hans er breytt, hann er orðinn góður og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.