Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 93
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a TMM 2012 · 2 93 Raunar hefur Utan gátta sérstöðu að því leyti að þar erum við eiginlega komin inn í hugarheim, alla leið inn í óra-veröld. Margir höfundar heilluðu mig þegar ég var að byrja að skrifa leikrit, þeir hjálpuðu mér með fordæmi sínu með afar ólíkum hætti, þetta voru til dæmis Grikkirnir þrír, einkum Æskýlos, þarna voru líka fyrstu leikrit Bertolts Brecht, ennfremur hugmyndir hans um leikrof, kór og non-aristótelíska leik- ritun, Tsékhov, Pirandello, Shakespeare, einkum aðferð hans að skipta milli mónólóga og fjöldasena, semsé samspil objektívs og súbjektívs sjónarhorns; það má nefna fleiri, til dæmis Fernando Arrabal, Arthur Adamov. Þetta urðu mennirnir í baklandinu, ekki það að ég væri að reyna að líkja eftir þeim, þvert á móti, en þeir hjálpuðu mér að finna eigin rödd. Aðalhvatinn að ritun Utan gátta var þrátt fyrir allt einfaldlega löngun til að skrifa texta sem einungis fengi merkingu á leiksviði. Leit að leikhúsupplifun. Leit að andrúmslofti, hugblæ, ástandi, tónfalli, textarými, endurkomu ljóðtexta á leiksviði, nútíma ljóðtexta. Ekki einfaldri framvindu. Á ritunarskeiðinu var ég að skoða enn og aftur að gamni mínu vin minn Æskýlos, prósaþýðingu og inngang Jóns Gíslasonar á Oresteiu, þríleik Æskýlosar. Þar segir Jón m.a.: „… Aiskýlos leggur ríkari áherzlu á hugblæ og hinn hrollvekjandi gust en leikræna verðandi.“ Hugblær fremur en leikræn verðandi, þetta og fleira veitti mér styrk og kjark. Um svipað leyti barst mér ný þýðing á Óresteiu eftir Æskýlos á frönsku. Þar er þýðingin hvorki í prósa né á háttbundnu ljóðformi heldur á nútíma- ljóðformi, fríljóði, ljóðtexta sem hefur verið í gangi frá og með Rimbaud, sirka 140 ár, hjá okkur í sirka 60 ár eða frá og með atómskáldunum. Þarna kom alveg ótrúlegur nýr og nærtækur kraftur í textann. Ég minnist á þetta hér í framhjáhlaupi, málefnið ætti skilið heilan fyrirlestur, í stuttu máli, þurfum við ekki einmitt svona þýðingar á Grikkjunum og annarri klassík? Með fullri virðingu að sjálfsögðu bæði fyrir Jóni Gíslasyni og ekki síður Helga frænda mínum Hálfdanarsyni og leikritaþýðingum hans í bundnu máli. Annar þanki þessu tengdur í framhjáhlaupi. Gleymum því ekki hvað er í rauninni stutt síðan að var almennt farið að skrifa leikrit (önnur en gaman- leikrit) í prósa, sirka 130 ár. Af hverju er það svona skrýtið allt í einu ef leikrit er á ljóðmáli, ég á við nútímaljóðmáli? Ég bara spyr. Utan gátta er tilraun til að losna undan venjulegum natúral-realískum persónum og kringumstæðum, hinni endalausu endurgerð á veruleikanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.