Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 133 inni og ‚kossinum‘. Að auki verður þrá- hyggja hans gagnvart þessum skrifum til þess að brestir koma í hjónabandið og hann sinnir fjölskyldunni ekki sem skyldi: „En Védís hefur rétt fyrir sér varðandi það að ég gæti verið áhugasam- ari um jólin sem nú nálgast. Atburðirnir sem áttu sér stað síðla árs 2003 eiga hug minn allan. Mér þykir það leitt, Védísar vegna og stelpnanna, en ég mun bæta þeim það upp“ (288). Hér sýnir hann af sér sama ábyrgðarleysi og hann ásakar móður sína fyrir. Sjálf frásögnin og átökin við hana er því enn eitt viðfangsefni verksins. Annað sem kemur ítrekað fram í grufli Davíðs er þörf hans fyrir að koma skipulagi á hlutina og skilja – „grennslast fyrir og raða“. Þó að þetta verði til þess að líf hans hverfi í þá óreiðu sem hann for- dæmir í tilveru móður sinnar þá er ljóst að hér er að finna annað leiðarstef verks- ins. Óreiðan er eitt helsta einkenni sög- unnar, sem bæði kemur fram í samsetn- ingu verksins og hugarstarfi Davíðs, þrá- hyggju hans og óljósum ástæðum fyrir henni. Þetta kemur kannski einna best fram tilraunum til að lýsa skáldsögunni Allt með kossi vekur og gefa henni ein- hverskonar yfirbragð röklegrar frásagnar eins og hér hefur verið gert. En rökleg lýsing á verkinu er í raun ógerleg. Eins og ljóst má vera af ofansögðu og eins og fram kemur einnig í umfjöllunum Fríðu Bjarkar Ingvadóttur í Víðsjá og Ingveld- ar Geirsdóttur í Morgunblaðinu er saga Guðrúnar Evu afar margþætt verk sem er á engan hátt hægt að smætta niður í lykla, leiðarstef eða lausnir. Og ein ástæðan fyrir því að slíkt gengur ekki er einmitt óreiðan, hin sívaxandi óreiða sem grípur um sig strax frá byrjun og stigmagnast. Þess eðlis er óreiðan reyndar, sam- kvæmt kenningum eðlisfræðinnar, hún viðheldur sjálfri sér og eykst stöðugt, sé ekkert að gert – og jafnvel þótt eitthvað sé gert. Tilfinning fyrir óreiðu hefur áður sett mark sitt á verk Guðrúnar Evu, bæði Sagan af sjóreknu píanóunum (2002) og Yosoy (2005) bera merki hennar, en í báðum þeim verkum er henni haldið í skefjum. Hér hefur óreið- an hinsvegar leyst sig úr læðingi, eða verið leyst úr læðingi af ‚kossi‘ sköpun- arkraftsins, illskunnar. Þótt það sé ljóst að Indi og Jón séu ekki eins venjulegar persónur og þau vilja vera láta þá er það ekki fyrr en eftir kynnin við Elísabetu og Láka sem tilvera þeirra umhverfist. Að hluta til eru þetta endurnýjuð kynni, en Elísabet og Indi eru gamlar skólasystur og vinkonur. Eftir ‚kossa‘ Elísabetar og Láka umhverf- ast hjónin bæði – sem reyndar hefst með því að Jón virðist ná betra andlegu jafn- vægi því hann færir heimilið í fyrra lag. En í ljós kemur að það er bara yfirborðið, undir niðri kraumar stórmennskubrjál- æði sem endar í ofbeldi. Vaxandi geðsýki hans kemur fram í dagbókarskrifum sem Davíð finnur síðar og svo auðvitað lögregluskýrslum. Indi, hinsvegar, flýr inn á við og hverfur í draumum sínum inn í annan veruleika, en þar er hún unglingsstúlka sem býr við allsérstæðar heimilisaðstæður. Sá hluti verksins er reyndar óþarflega veikur og hefði að ósekju mátt styrkja og stytta, en þessi hliðarheimur nær aldrei að verða sérlega áhugaverður eða öflugur. Spegilmynd eða táknmynd þessarar vaxandi óreiðu er svo auðvitað eldgosið sjálft, eldfjallið Katla og askan sem hún spýr og dreifir sér yfir landið með tilheyrandi eyðingu. Þáttur Kötlu er reyndar sérlega vel smíð- aður og þær dómsdagstilvísanir sem henni fylgja eru agaðar og áhrifaríkar. Fyrir utan þau ‚leiðarstef ‘ sem hér hafa verið nefnd mætti velta upp fjöl- mörgum öðrum flötum sem varða meðal annars kreppuna (er Katla tákn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.