Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 135 annars á áhrifum auðmanna á stefnu safnsins, furðulegri stöðu myndlistar sem fjárfestingar, og málverkafölsun í auðgunarskyni. Sögusvið Bónusstelp- unnar er eiginlega á hinum enda mynd- listarheimsins. Þar kemst lesandinn í tæri við útskriftarverkefni úr Listahá- skóla Íslands, vettvang þar sem óharðn- aðir listamenn leika sér með sjálft form listarinnar og möguleika hennar án nokkurs tillits til þess hversu mörgum krónum hún kann að velta eða hvort hún eigi nokkurntímann erindi inn á safn eða aðra viðurkennda listastofnun. Diljá er að útskrifast úr myndlistar- deildinni og fær hugmynd að gjörningi: Hún ætlar að afgreiða í Bónus á meðan á útskriftarsýningunni stendur. Hún ætlar að lita á sér hárið og varirnar í æpandi bónusbleikum, neglurnar í til- boðsgulum, vera hress, klæðast svartri kassadömuflíspeysunni af stolti. Hún veit í fyrstu ekki alveg hvað verkið á að merkja en prófessorarnir styðja hana og eru „ekki í neinum vandræðum með að útskýra gjörninginn á listrænum for- sendum“ (28) og setja hann í samhengi við sögu íslenskrar samtímalistar. Þetta á að vera „list í tengslum við samfélagið. Eitthvað þannig“ (28). Óafvitandi snert- ir verk Diljár hins vegar einhvern streng í þeim litríka hópi sem kaupir inn í Bónus og áður en líður á löngu er hún orðin hálfgildingsdýrlingur í margra augum, hún er orðin Bónusstelpan, kassadaman sem skannar ekki bara strikamerki og býður manni poka, held- ur uppfyllir hún einnig óskir og gerir kraftaverk. Það má segja að Diljá gangi í gegnum það með ýktum hætti sem margir lista- menn kynnast þegar þeir fara að starfa og fá viðbrögð við verkum sínum: Listin tekur á sig merkingu sem þá óraði ekki fyrir að hún hefði. Diljá fær að reyna það á eigin skinni að listamaðurinn hefur litla sem enga stjórn á viðtökum verksins heldur verður merking þess alltaf til hjá viðtakandanum. Fyrir þeim sem koma í Bónus er gjörningurinn ekki bara samfélagsleg list eða „eitthvað þannig,“ heldur verður persóna Diljár holdgervingur vona og væntinga þessa breiða þjóðfélagshóps. Diljá verður að þjóðsagnapersónu í flökkusögu sem fer eins og eldur í sinu um internetið án þess að hún geti nokkuð að gert. Fólkið í Bónus eignast þannig verkið og fer með það eins og því sýnist. Diljá bregður vissulega þegar hún áttar sig á því hvernig gjörningurinn hefur snúist í höndunum á henni, en í listrænu tilliti eru viðbrögð hennar skynsamleg: hún leyfir honum að þróast á sinn eigin veg. Hún tekur ábyrgð á verkinu í þeim skilningi að hún leiðir það til lykta í stað þess að hafa af því óeðlileg afskipti, hún finnur að hún hefur skyldum að gegna gagnvart gjörningnum og sjálfri sér sem listamanni. Foreldrar Diljár og fulltrúar mynd- listardeildarinnar vilja hins vegar stýra viðtökum verksins, þeir gera sig seka um þá íhaldssömu skoðun að merking verks verði einvörðungu til hjá lista- manninum. Listaháskólinn tekur ákvörðun um að fella Diljá og hamla þannig útskrift hennar þótt prófessor- arnir hafi verið svo jákvæðir í upphafi, og þegar foreldrar Diljár sýna henni athugasemdir á síðu Bónusstelpunnar á flettismettinu þar sem henni er þakkað fyrir öll kraftaverkin spyr móðir hennar hana í miklu uppnámi: „Hvernig getur þetta verið í lagi? Var það þetta sem þú ætlaðir þér?“ (68). Svarið er auðvitað að Diljá ætlaði sér fyrst og síðast að búa til listaverk, en smátt og smátt gerir hún sér grein fyrir því að hún hefur búið til verk sem hefur raunveruleg áhrif á líf fólks, verk sem nær út fyrir veggi galler- ísins, en það hlýtur að vera eitthvert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.