Úrval - 01.10.1947, Page 120
118
TÍRVALi
lánað honum herbergið, án þess
að mér væri kunnugt um hvað
til stæði. Þá væri ég frjáls mað-
ur í dag. Það getur að vísu haft
sína þýðingu, að ég er hér. Það
er mín skoðun, að ég hafi af-
rekað eitthvað með því, ef til vill
miklu meira en áður.
Ég kem að því aftur, sem ég
byrjaði á. Þú segir, að ég hafi
ekki brugðizt vonum þínum.
Elsku mamma, farðu nú ekki að
hrósa sjálfri þér, því að ég veit
vel, hvaðan ég hefi erft ævin-
týraþrána eða lífsþrána ... Ég
veit, að þér finnst þetta heldur
ekki hrósvert. Það er indælt, en
við breytum svona, af því að við
getum ekki breytt öðruvísi, og
vegna þess að það gerir okkur
hamingjusöm; því í rauninni er-
um við ákaflega eigingjörn og
breytum einungis eftir boðum
hjartans. Við getum ekki þakk-
að okkur það, þó að við höfum
verið svo heppin að öðlast hrein
hjörtu.
Þinn sonur.
P. s. Þið eruð enn á þeirri
skoðun, að það sé eitthvað stór-
kostlegt við þetta. Það er ekki
rétt. Það er rétt eins og að
koma úr einu herbergi í annað,
þar sem húsgögnin eru öðruvísi.
Það er óþarfi að kenna í brjósti
um mann, þó að hann hafi skipt
um húsgögn.
Þú segir, að mig skorti eitt,
til þess að komast áfram. Ég
hefi ekki minnstu. hugmynd
um hvað „áfram“ þýðir. Ég hefi
oft velt þessari spurningu fyrir
mér: „Hjvað ætlar þú þér að
verða, hvaða stöðu í þjóðfé-
laginu getur þú hreppt?“ Og ég
get engu svarað, nema þá flakk-
ari eða ævintýramaður. Ég
hélt löngum áður, að ég gæti
orðið rithöfundur, en ég er kom-
inn á þá skoðun, að ég sé allt of
laus í rásinni og muni verða það
um mörg ókomin ár.
Ég er vandræðabarnið, sem
ekki þráir neitt sérstakt, og vill
ekki leggja neitt fyrir sig nema
það, sem því dettur í hug þá
stundina ... Veslings Hanna,
munu margir hugsa, en ég held,
að hún hafi sætt sig við þessa
hörmung.
Vestra fangelsi 21. jan. 1945.
(smyglað út).
Elsku Hanna, ég var einmitt
að hugsa um, hve yndisleg kona
þú værir, það er svo margt, sem
ég kann að meta og elska í fari
þínu, þegar við höfum verið að-
skilin um stund. Þú ert svo laus
við að láta það hafa áhrif á þig,