Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 15
Goðasteinn 1999
fólk með sömu trú og þá væntanlega
svipuð lífsviðhorf. Þá blasti við þessi
lausn; að gerast mormóni.
Venjulegir lúterstrúarmenn áttu
raunar líka greiða leið til Utah. Nokkrir
íslendingar sem þangað fluttu héldu
sinni barnatrú til æviloka og þess voru
einnig dæmi að mormónar yfirgæfu
kirkju sína og tækju aftur upp fyrri trú.
Ekki er sjáanlegt að þeir hafi goldið
þessa að ráði, en þó var nokkur tog-
streyta milli trúflokka og ætla má að
Iúterskir Islendingar í fylkinu hafi
fundið til einhverrar einangrunar,
a.m.k. meðan þeir voru mjög fáir; trúin
var það ríkur þáttur í lífi Utahbúa.
/
Olíkar trúarkenningar
Hér verður ekki reynt að slá neinu
föstu um það hvaða kenningar mor-
móna heilluðu landann mest, enda er
höfundur þessa pistils lítt fróður um
þær. En það er ljóst að ýmsir trúarsiðir
þeirra voru harla ólíkir siðum lútersku
kirkjunnar.
Barnaskírnina álitu þeir hina verstu
firru, niðurdýfing væri sú eina aðferð
við skírn sem einhvers virði væri og
ferminguna töldu þeir gagnslausa. Þeir
ræddu og stundum um frívilja manns-
ins og hefur sumum fylgjendum lút-
ersks rétttrúnaðar sennilega þótt óþarft
að leggja mikla áherslu á það atriði. I
góðu samræmi við kenninguna um frí-
viljann var viss víðsýni; mormónar
héldu því ekki ákveðið fram að þeir
einir gætu orðið sáluhólpnir. „því það
er ekki okkar meining, en að þeir
(fylgjendur annara trúarbragða) ekki
nái til sömu upphafningar í guðs ríki
sem trúfastir mormónar eða Síðstu
Daga Heilögu, þar þeir ekki sökum
þekkingarleysis hafa inngengið um þær
réttu dyr, sem ekki getur orðið þeim til
fordæmingar“, segir Loftur Jónsson í
bréfi til Páls Sigurðssonar í Arkvörn á
jóladag 1869.
Fjölkvæni
Hjúskaparreglur mormóna brutu þó
mest í bága við hefðir annarra kristinna
samfélaga. Þeir álitu hverjum karli
heimilt að eiga margar konur og hlaut
slík kenning að hneyksla margan sóma-
kæran borgarann, bæði hér og erlendis.
Ekki er gott að átta sig á hvað íslensku
mormónarnir lögðu mikla áherslu á
þennan þátt trúar sinnar. Sumir þeirra
voru jafnan andvígir honum, einkan-
lega konurnar, en einnig einstaka
þekktir karlar, til að mynda Eiríkur á
Brúnum.
Nokkrir Islendingar fylgdu fjöl-
kvæninu ekki aðeins í orði heldur einn-
ig á borði og áttu fleiri en eina konu í
senn, og skylt töldu flestir trúbræðurnir
að verja þennan sið í viðræðum við
aðra og gripu þá til orða Krists. „Hver
sem helst yfirgefið hefur hús, bræður,
systur, föður, móður, konu og börn, eða
eignir, mín eða náðarboðskaparins
vegna, mun fá hundraðfalt og öðlast
eilíft líf.“ Þetta túlkuðu mormónar svo
að hundrað eiginkonur mætti hver karl
eiga og enga trú höfðu þeir á því að
veraldlegum yfirvöldum tækist nokkru
sinni að brjóta þessa reglu á bak aftur.
„Þeir eru að taka til fanga einn og einn
-13-