Goðasteinn - 01.09.1999, Side 155
Goðasteinn 1999
(1.100 - 1.300 m y. s.), Vatnafjöll og
Rauðfossafjöll (1.000 - 1.200 m y. s.),
sem mynda mishæðóttan vegg að
byggðabaki og afmarka héraðið til
austurs. Upphleðslan hefur einnig
skapað lægri hæðir og hálsa, sem svo
mjög koma við sögu: Þríhyrning og
Þríhyrningshálsa, Þórólfsfell og Fljóts-
hlíðina, Stóra-Dímon (,,Rauðuskriður“)
og Vestmannaeyjar. Mörg hinna hærri
fjalla eru enn þá virk eldfjöll á sögu-
legum tíma. Annars eru fjöll þessi flest
frá því jarðsögulega tímaskeiði, sem
kallað er „síðkvarter“ og fellur hér á
landi saman við svokallaða Brunhes-
segulöld (framborið að réttu „bryn“ en
ekki „bröns“, því að öldin er kennd við
franskan landfræðing) og spannar tíma-
bilið frá því fyrir um 10.000 árum og
aftur til fyrir um 800.000 árum. Eldra
berg finnst í rótum Eyjafjalla og utar-
lega í Holtum og Landssveit.
Flatlendi Landeyja og undir Eyja-
fjöllum, um neðanverða Rangárvelli og
Þykkvabæ er þakið jökuláraurum frá
lokum ísaldar (fyrir 9.000 árum og eitt-
hvað fyrr) og til okkar tíma, sem
breiðst hafa yfir rofið og jökulsléttað
land. Geysilegur vatnagangur hefur
verið þegar jöklar ísaldar voru að
bráðna af landinu og vatnið var að
losna úr læðingi, sem bundið var í
jökulísnum. Aurburðurinn var að sama
skapi, eins og sjá má á þurrum og
þykkum jökulsöndunum utan við
jökulgarðaröðina hjá Keldum og
Gunnarsholti, en þeir teygja sig niður
alla Rangárvelli, uns þeir hverfa undir
aura Landeyja. Ofar á Rangárvöllum
þekja hraun frá Heklu og Vatnafjöllum
landið, sem eitt sinn voru þakin þykk-
um jarðvegi og gróðri, en nú eru víða
blásin og ber. Þau hafa ekki náð út fyrir
raðir og hæðir jökulgarðanna, nema í
Krappa milli Eystri-Rangár og Fiskár,
þar sem árnar höfðu opnað þeim hlið
og farveg.
Landslagið var að mestu mótað,
þegar landnámsmenn komu hingað
fyrir meira en þúsund árum, og hefur
ekki breyst mikið síðan. Hins vegar
hefur áferð landsins breyst mikið og
það að vissu marki af manna völdum.
Náttúruöflin hafa þó verið stórtækari.
Innrænu öflin hafa verið orsök stór-
fellds öskufalls, hraunrennslis og
jarðskjálfta. Hraunrennsli hefur að vísu
valdið takmörkuðum usla og röskun
jarðskjálfta á landi verið lítil. Öskufall
frá eldgosum hefur hins vegar lagt sitt
af mörkum við að eyða gróðri og æsa
uppblástur jarðvegs. Utrænu öflin hafa
ekki verið síður að verki. Markarfljót
og kvíslar þess hafa rásað um flat-
lendið frá Eyjafjöllum og út í Þykkva-
bæ, þar til hægt var að stemma stigu
við þeim á þessari öld með varnar-
görðum. Kuldaskeið hafa valdið
kyrkingi í gróðri og auknum aurburði
og skriðuföllum. Loks hefur sandurinn
herjað á jarðveg í byggðum frá sjó og
vötnum en mest þó ofan af afréttum,
þar sem öskufallið hafði eytt jarðvegi,
er var veiklaður orðinn af of mikilli
búfjárbeit og skógarhöggi af manna
völdum. Aferð landsins hefur því
breyst mikið frá landnámsöld og yfir-
leitt til hins verra fyrir búsetu mann-
-153-