Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 328
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
svo margra annarra. Mun hann löngum
hafa borið nokkurn trega vegna þessara
brostnu vona um meiri menntun sem
eflaust hefði nýst honum vel í þeim
fjölþættu störfum sem honum voru á
hendur falin um ævina. En eftir dvöl
hjá Jóni Þorbergssyni á Laxamýri og
barnakennslu í heimasveit sinni einn
vetur, fór Sigurður í byggingavinnu í
höfuðborginni þar sem mikill uppgang-
ur var á styrjaldarárunum. Fór hann
síðan í Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þar prófi í húsasmíði 1947 og hlaut
meistararéttindi í þeirri grein árið 1950.
Hann vann sfðan sem byggingameistari
og byggði fjölda smærri og stærri
bygginga víðs vegar um byggðir Suð-
urlands.
Árin 1953-54 bjó Sigurður á
Búðarhóli í Austur-Landeyjum en flutti
síðan að Hellu og bjó þar til ársins
1962. Það ár réðist hann ráðsmaður og
bústjóri við sinn gamla skóla að Hólum
í Hjaltadal og gegndi því starfi í 5 ár.
Var þetta tímabil honum jafnan ofar-
lega í huga síðar, og mun hann þar hafa
átt einhver sín bestu ár við hugleikin
störf og annríki við sín helstu áhuga-
mál.
En árið 1967 verða þáttaskil í lífi
Sigurðar er hann gerist bóndi í Kirkju-
bæ á Rangárvöllum, kaupir þar hús og
bústofn, og tekur við hrossaræktar-
búinu sem þar hafði verið rekið frá því
um 1950. Þarna hafði Sigurður fengið
verðugt verkefni að takast á við og ekki
verður í efa dregið að á þessu sviði var
hann réttur maður á réttum stað. Ein-
beitni hans og stefnufesta naut sín
þarna vel og árangurinn varð eftir því. 1
þessu krefjandi og skapandi starfi rækt-
unarmannsins fann Sigurður kröftum
sínum og hæfileikum verðugt viðnám
og mun hafa öðlast í þessu starfi þá
lífsfyllingu sem fáu verður til jafnað.
Þessu þarf ekki að lýsa fyrir þeim sem
reynt hafa hvernig tilfinning það er að
hjálpa Guði við að skapa í náinni
snertingu við líf og gróður jarðar, hvað
þá þegar um er að ræða „Skaparans
meistaramynd“, - að taka þátt í að móta
hana og fegra í átt til fullkomnunar -
eins og öll Guðs góða sköpun stefnir
að.
Jafnframt því að taka við búinu í
Kirkjubæ, tók Sigurður að sér skóla-
stjórn barnaskólans á Strönd á Rangár-
völlum 1967-72 og kennslu við Grunn-
skólann á Hellu 1973 - 86. í Kirkjubæ
byggði Sigurður m.a. nýtt íbúðarhús
sem tekið var í notkun 1985.
Það er af mörgu að taka þegar lýsa
skal starfsferli Sigurðar Haraldssonar,
en óefað er það fyrst og fremst ræktun
hins glæsilega gæðingastofns í Kirkju-
bæ sem hæst hefur borið hróður hans,
bæði innan lands og utan. En þekktur
er hann einnig víða vegna fjölþættra
félagsmálastarfa sinna, enda var hann
átakagóður og fylginn sér í hverju því
sem honum var til trúað, og starfsþrek-
ið mikið til líkama og sálar. Skal hér
getið nokkurra þeirra trúnaðarstarfa
sem honum voru á hendur falin, en þau
sýna félagsmálaáhuga hans frá unga
aldri og það traust sem hann jafnan átti
að fagna meðal samstarfsfólks:
Hann var kosinn formaður Nem-
endafélags Hólaskóla 1938-39, Eímf.
Trausta undir V-Eyjafjöllum 1939-42,
Iðnnemafélags Hafnarfjarðar 1945-46,
Umf. Dagsbrúnar í A-Landeyjum
1952-53, hestamannafélagsins Geysis
1959-62 og aftur 1979 í nokkur ár, for-
-326-