Goðasteinn - 01.09.1999, Side 224
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
Kristínu Ingvarsdóttur. Var sú gjöf afhent á
100 ára afmæli kirkjunnar.
Það er sóknarnefnd og söfnuði Hlíðar-
endakirkju til mikils sóma að hafa gert
kirkju sinni til góða með svo myndarlegum
hætti sem að framan er lýst. Kirkjan er nú
sannkölluð staðarprýði og mætti fleira eftir
koma til þeirrar viðreisnar og vegsauka
sem hinum fornfræga sögustað ber, sam-
kvæmt þeirri stöðu sem hann hefur löngum
haft í vitund þjóðarinnar.
Á árinu 1998 var haldið áfram að
endurnýja klæðningu utan á Stórólfs-
hvolskirkju og einnig voru útidyr endur-
nýjaðar, svo og dyraumbúnaður kirkjunnar.
Þær framkvæmdir hafa annast þeir Hákon
Guðmundsson og Ágúst Kristjánsson á
Hvolsvelli.
Prestskipti urðu á árinu í Breiða-
bólstaðarprestakalli. Sr. Sváfnir Svein-
bjarnarson lét af störfum vegna aldurs 1.
september, eftir rúmlega 35 ára þjónustu
þar. Við tók sr. Önundur S. Björnsson sem
valinn var til embættisins af kjörnefnd
hinn 15. júlí. Sr. Sváfnir kvaddi söfnuði
sína við guðsþjónustu í Breiðabólstaðar-
kirkju á sjötugsafmæli sínu 26. júlí. í
Stórólshvolskirkju 9. ágúst og í Hlíðar-
endakirkju 30. ágúst við hátíðarguðs-
þjónustu í tilefni af 100 ára afmæli
kirkjunnar, þar sem vígslubiskupinn í
Skálholti og flestir prestar prófasts-
dæmisins voru viðstaddir ásamt um 200
öðrum kirkjugestum. Eftir guðsþjónustuna
bauð sóknarnefnd kirkjunnar til afmæl-
isfagnaðar í félagsheimilinu Goðalandi þar
sem sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup
flutti erindi um Þorlák helga Þórhallsson
og fæðingarstað hans, Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð.
Formaður sóknarnefndar, Jón Ólafsson
á Kirkjulæk, rakti sögu kirkjunnar í 100 ár
og lýsti þeim umfangsmiklu viðgerðum og
búningsbót sem kirkjan hefur nú hiotið.
Las hann m.a. áletranir af viðarbút sem
fannst milli þilja á austurgafli kirkjunnar,
en á annarri hlið hans er ritað: „Guðmund-
ur Magnússon var hér að smíða 15. sep-
tember 1898 þá var slæmt heyskaparár“. Á
hinni hliðinni er skráð: „Árið 1914 var
mikið gert við kirkjuna, þá urðu meðal
heyannir og þá var mikið stríð í Evrópu og
margvíslegir erfiðleikar, þar af leiðandi
mikil verðhækkun á útlendum og innlend-
um vörum. I sóknarnefnd voru Tómas Sig-
urðsson, Páll Auðunsson og Árni Einars-
son. Smiðir Einar Jónsson, Guðmundur
Þórðar og Magnús Ólafsson.“
Annar sóknarnefndarmaður, Daði
Sigurðsson á Barkarstöðum, hafði fundið
m.a. eftirfarandi athugasemdir í dagbókum
afa síns Tómasar Sigurðssonar á Barkar-
stöðum frá árinu 1898: „18. júní: Rög-
uðum timbur á Hlíðarenda, 26. júlí: Smið-
irnir komu, 9. ágúst: Vorum í kirkjugrunni,
14. ágúst, sunnudagur: Reisugildi smiðun-
um. Páll fór. Komu yfir 20, 29. sept:
Rifum Múlakirkju, 18. okt.: Smiðirnir
fóru, 13. nóv.: Austanrok og óveður.
Kirkjan vígð.“
1 afmælishófinu tóku einnig til máls
viðtakandi prófastur, sr. Halldóra J. Þor-
varðardóttirí Fellsmúla og fráfarandi sókn-
arprestur kirkjunnar og auk þess fulltrúar
nágrannasókna sem árnuðu kirkju og
söfnuði heilla í tilefni afmælisins.
Sunnudaginn 25. október setli prófast-
urinn, Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir hinn
nýskipaða sóknarprest, sr. Önund S.
Björnsson, inn í embætti við guðsþjónustu
í Hlíðarendakirkju.
Samstarfsfólki og sóknarbörnum öllum
í Breiðabólsstaðarprestakalli eru færðar
þakkir fyrir langa samfylgd um leið og
hinum nýja sóknarpresti og söfnuðum
Breiðabólsstaðarprestakalls er óskað vel-
farnaðar og blessunar nú og framvegis.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarsson
-222-