Goðasteinn - 01.09.1999, Side 22
Goðasteinn 1999
til Spanish Fork 1883 og tóku með
fósturdótturina Þuríði Sigurðardóttur,
níu ára gamla.
Sigríður Oddsdóttir, móðir Sigríðar,
giftist síðar Þorláki Jónssyni bónda í
Dufþekju. Sonur þeirra var Jón, fæddur
7. nóvember 1842. Hann skírðist til
mormónatrúar 17. júlí 1885 og daginn
eftir lagði hann af stað til Utah þar
sem hann dvaldi á heimili hálfsystur
sinnar, Sigríðar. Jón kvæntist aldrei.
Hann lést 2. febrúar 1922. Sigríður lést
21. janúar 1920.
Fjölskylda Sigurðar Þorleifssonar
Sigurður Þorleifsson fæddist 20.
september 1859, sonur Þorleifs Eyj-
ólfssonar í Aurgötu undir Eyjafjöllum
og Sigríðar Brynjólfsdóttur í Brennu.
Hann flutti vestur 1884, dvaldi fyrst
skamman tíma í Norður-Dakota en
flutti svo til Spanish Fork. Þar giftist
hann Guðnýju Jónsdóttur frá Bakka í
Landeyjum. Hún var fædd 16. júlí
1858, gekk í söfnuð mormóna árið
1889 og hélt sama ár til Utah. Hún lést
20. desember 1891.
Sigurður giftist síðan Hjálmfríði
Hjálmarsdóttur frá Kastala í Vest-
mannaeyjum og dóu þau bæði árið
1922, hann 6. mars og hún 20. nóvem-
ber.
Sigríður, móðir Sigurðar, var fædd
28. apríl 1822, dóttir Brynjólfs Brynj-
ólfssonar og Guðnýjar Erlendsdóttur á
Miðskála. Hún skírðist til mormóna-
trúar 1876 og tíu árum seinna flutti hún
til sonar síns í Spanish Fork og þar lést
hún 4. júlí 1888.
Fjölskylda Guðmundar
Guðmundssonar
Guðmundur Guðmundsson var
fæddur 22. janúar 1842, sonur Guð-
mundar Guðmundssonar og Sólrúnar
Ketilsdóttur, vinnuhjúa á Sauðhúsvelli.
Hann var hafnsögumaður í Eyjum, bjó
í París og var kvæntur Jóhönnu Guð-
mundsdóttur. Hún hafði áður verið gift
Sæmundi Olafssyni og áttu þau einn
son, Sæmund að nafni.
Guðmundur gekk til liðs við kirkju
mormóna árið 1886 og nokkrum dög-
um eftir skírnina hélt hann af stað til
Utah ásamt konu sinni, þrem dætrum
þeirra og stjúpsyninum Sæmundi. Bjó
fjölskyldan í fyrstu í Spanish Fork en
síðan um sex ára skeið í Alberta í Kan-
ada, en Guðmundur og Jóhanna fluttu
aftur til Utah og bjuggu síðast í Maple-
ton. Guðmundur stundaði húsasmíðar
og eitthvað var hann við fiskveiðar.
Hann lést 23. ágúst 1919 og Jóhanna
lést 22. apríl 1935. Sæmundur sonur
hennar og fyrri mannsins varð skamm-
lífur, hann dó þann 12. janúar 1890 í
Spanish Fork, ókvæntur.
Sólrún hét elsta dóttir Guðmundar
og Jóhönnu, fædd 11. október 1867.
Hún flutti vestur til foreldra sinna árið
1888, giftist þar Jóhanni Pétri Jónssyni
frá Elínarhúsi í Eyjum og bjuggu þau
fyrst í Spanish Fork, síðan í Winter
Quarters en fluttu upp úr aldamótum til
Alberta. Sólrún andaðist 8. mars 1949.
Önnur dóttir Guðmundar og Jó-
hönnu var Jóhanna, fædd 20. janúar
1870. Hún fór einnig vestur 1888 og
-20-