Goðasteinn - 01.09.1999, Page 283
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Albert Jóhannsson ■ kveðjuord
Herrans höllu í
heyrast dýrðar Ijóð
Hestar hneggja kátt
himins fagurt stóð
Gestur gengur inn,
gleðst við kunnug hljóð
Bregður brosi á vör,
blikar augna glóð
Vinar verkalok
virða og þakka ber
Hoifiðfjúk og hret,
því himinn augað sér
Er svífur burt hans sál,
sorg um húsiðfer
Ljúfer lausnfrá kvöl,
en logsáir harmur er
Biðjum góðan Guð
að geyma þennan mann
Snjall í leik og list
hann lífi ogfegurð ann
Vinir kveðja í von
sem vermir hugans rann:
Við komum seinna í kvöld
og kannski hittum hann . . .
G.
Anna Sigríður
Bragadóttir, Vindási
Það var hinn 26. september 1980
að góður Guð gaf líf litlu stúlkubarni
og lagði það í arma stoltra foreldra.
Þriðja barn þeirra hjóna Margrétar
Gísladóttur og Braga Guðmundssonar
á Vindási á Landi hafði litið dagsins
ljós, og var skömmu síðar skírð Anna
Sigríður. í heiminn voru áður komnir
bræðurnir tveir; Guðmundur Ingi fædd-
ur 16. ágúst 1975 starfsmaður hjá
Ingvari Helgasyni í Reykjavík og er í
sambúð með Agnesi H. Magnúsdóttur
og Gísli fæddur 22 .apríl 1977, nemi
við Háskóla Islands. Síðar átti eftir að
fylla systkinaflokkinn yngsta systirin
Kristín Birna en hún fæddist tveimur
árum síðar, þann 18. september 1982.
A Vindási var yndislegt að alast
upp. I vari ástríkra foreldra og í glöð-
um systkinahópi sleit Anna Sigga, eins
og hún var jafnan kölluð, barnsskón-
um. Bernskan leið við nám, leik og
störf og var barninu og unglingnum
dýrðleg ár og mótaði næmni hennar til
lífsins.
Anna Sigga hlaut í vöggugjöf svo
margt sem prýða má eina manneskju,
og þeir eiginleikar einkenndu hana og
stjórnuðu í lífi hennar til hinstu stundar.
Þessi fallega, brosmilda stúlka var
öllum hugljúfi, létt í lund og gekk
glaðbeitt að því sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort heldur í námi eða starfi.
Einlægnin, látleysið í bland við óbil-
andi dugnað og skapfestu gerði hana
ógleymanlega okkur sem henni kynnt-
ust. Hún var bestu kostum búin til
-281-