Goðasteinn - 01.09.1999, Page 301
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
umhverfi og íverustaði hentugri og
heilsusamlegri en áður þekktist.
Sú iðngrein sem Helgi Einarsson
valtli sér að lífsstarfi útheimti, ekki síst
á árum áður, bæði lagvirkni og líkam-
skrafta og reyndi á þol og þrek og var
því einatt áraun fyrir heilsuna, ekki síst
þegar kom á efri aldur. Þetta mátti
Helgi reyna eins og margir aðrir, og af
þeim sökum kaus hann sér léttari störf
hin sfðustu árin. Því var það um 1990
að hann breytti til og tók að sér bensín-
afgreiðslu í Björkinni á Hvolsvelli og
vann við það í nokkur ár.
Árið 1995 veiktist Helgi alvarlega
og þurfti að dveljast á sjúkrahúsi um
skeið. Heim komst hann þó aftur, en
þrjú síðustu ár ævinnar átti hann við
þungbær veikindi að stríða. I þeim
erfiðleikum naut hann frábærrar um-
hyggju og hjúkrunar Guðrúnar konu
sinnar, sem þá hætti þeirri vinnu sem
hún áður hafði með höndum til þess að
geta hjúkrað manni sínum í veikindum
hans. Fleiri sjúkdómsáföll mátti Helgi
reyna þessi síðustu ár og síðast um
miðjan júní 1998 er hann var fluttur á
Sjúkrahús Reykjavíkur til rannsóknar.
En þangað kominn versnaði honum
skyndilega og þar bar andlát hans að
höndum hinn 20. júní svo sem áður var
sagt. ^
Útför hans var gerð frá Stórólfs-
hvolskirkju laugardaginn 27. júní 1998.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson
Ingibjörg Kristófersdóttir
frá Stóra-Dal
Ingibjörg Kristófersdóttir var fædd
í Stóra-Dal undir Vestur-Eyjafjöllum 1.
ágúst 1902 og lést á Landspítalanum í
Reykjavík hinn 9. janúar 1998.
Foreldrar hennar voru hjónin
Kristófer Þorleifsson frá Króktúni og
Auðbjörg Ingvarsdóttir frá Neðra-Dal,
- bæði þar úr Dalshverfinu, og bjuggu
um langan aldur í Stóra-Dal allt til
dauðadags. Auðbjörg lést árið 1943 og
Kristófer árið 1947.
Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum
sínum í Stóra-Dal sín fyrstu bernskuár,
- og var hún 8. í röðinni af 12 syst-
kinum. Þau voru í aldursröð talin: Vig-
dís, Árni, Guðbjörg, Högni, Hallvarður,
Ágúst, Kristján, Ingibjörg, sem minnst
er í þessum orðum, Guðni, Þorbjörg,
Ögmundur og Kristjana. Af þessum
stóra systkinahópi er nú, við lát Ingi-
bjargar, aðeins Ögmundur á lífi, ní-
ræður að aldri.
Ingibjörg var enn á barnsaldri er
hún fór til hjónanna Þorvaldar Jóns-
sonar frá Hemru í Skaftártungu og
-299-