Goðasteinn - 01.09.1999, Side 32
Goðasteinn 1999
allar á röngum forsendum, nefnilega
þeim að hún hafi verið „arfborin eig-
andi að Grund". En í ritgerð eftir Einar
Bjarnason, sem nefnist „Auðbrekku-
bréf og Vatnsfjarðar erfðir“ og birtist í
tímaritinu Sögu árið 1962, er sýnt fram
á það, að Grund hafi verið eign frú
Vilborgar móður Einars Eiríkssonar
sambýlismanns Grundar-Helgu. I sölu-
bréfi Grundar frá árinu 1395, segir að á
Grund skuli vera ,„kvengildur ómagi af
ætt frú Vilborgar“. ( D.I.IV bls. 605 )
Þetta sýnir að frú Vilborg Sigurðar-
dóttir, kona Eiríks riddara Sveinbjarn-
arsonar í Vatnsfirði, hlýtur að hafa átt
Grund og trúlega ættmenn hennar á
undan henni.
Það má nú fullvíst telja að Grundar-
Helga og Einar Eiríksson voru ekki
eigin gift, í testamenti sinni er Einar að
gefa Birni syni sínum gjafir, sem sýnir
ótvírætt að Björn var ekki arfborinn, og
hann keypti Vatnsfjörð árið 1387, en
erfði hann ekki. En þó að Grundar-
Helga hafi hvorki verið eigandi né erf-
ingi Grundar, hlýtur hún samt að hafa
verið af höfðingjaættum, e.t.v. hafa þau
Einar verið of skyld til að eigast, þó að
það verði nú ekki rakið saman. Og það
vill nú svo til að það þekkist ein heim-
ild, sem gefur vísbendingu um ætt
Helgu. í athugasemdum við Hirðstjóra
annál eftir séra Jón Halldórsson í Hítar-
dal stendur að forystumaður Eyfirðinga
í Grundarbardaga, hafi verið Gunnar á
Auðbrekku, bróðir Grundar-Helgu.
Sagt er að þetta standi utanmáls með
unglegri hendi og sé tilvitnun í gamalt
lögmannsregistur, þ.e. skrá yfir lög-
menn. Lengi gerðu íslenskir fræðimenn
lítið úr þessari heimild, því að hún kont
ekki heim og sarnan við það sem álitið
var rétt um ætt og uppruna Grundar-
Helgu. En nú þykur þetta eina heim-
ildin um ætt Helgu, sem hugsanlega sé
hægt að taka mark á. Gallinn er bara sá
að frumheimild þekkist ekki, lög-
mannsregistrið sem í er vitnað er ekki
lengur til, og um aldur þess eða traust-
leika er ekki vitað.
En það er engin sérstök ástæða til að
rengja það. Það gæti verið frá 16. öld
að stofni til og sá sem skráði, gæti hafa
haft heimildir, sem nú eru löngu glat-
aðar. Og það má meira að segja finna
líkur fyrir því að þetta sé rétt. Eins og
áður segir eignaðist Ingunn dóttir
Gunnars á Auðbrekku Hvalsnes, hann
hefur verið álitinn bróðir Kolbeins í
Ási, og hafi frú Þuríður verið móðir
þeirra, þá má minna á það að hún virð-
ist hafa átt Næfurholt, sem var ein
þeirra jarða, sem þau Björn og Sólveig
seldu árið 1399. Þetta getur bent til
þess að sögnin um að Grundar-Helga
og Gunnar á Auðbrekku væru systkin
sé rétt, og þá er allt eins líklegt að jarð-
irnar sem þau Björn og Sólveig seldu
árið 1399, hafi verið hans erfðaeign, en
ekki hennar a.m.k. sumar þeirra.
Þorsteinn Hallsson
Geta má þess að Valgeir Sigurðsson
taldi að hafi þau Sólveig og Olafur ekki
verið börn Þorsteins Kolbeinssonar
Auðkýlings, þá kynni faðir þeirra að
hafa verið Þorsteinn Hallsson prestur í
Teigi í Fljótshlíð, hann er talinn sonur
-30-