Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 27
Goðasteinn 1999
Ingólfur Sigurðsson, Þingskálum:
Frú Þuríður og herra Pétur
Um ættir og ættatengsl í Rangárþingi á 14. og 15. öld
Ritgerð þessi er að mestu byggð á ófull-
gerðum clrögum, sem Valgeir Sigurðs-
son lét eftir sig. Einstöku ályktanir eru
þó frá mér komnar, einkum það sem
segir um Grundaerfðir.
Stórólfshvoll í Rangár-
þingi var eitt af höfuð-
bólum Oddaverjaættar-
innar. Þar bjó Filippus
Sæmundsson frá Odda
fyrstur sinna kynsmanna,
og eftir hann tengdasonur
hans, Þorsteinn prestur
Halldórsson, sem kvænt-
ur var Ingigerði Filippus-
ardóttir, þeirra dóttir
Guðrún, er fyrst var gift
manni er Benedikt hét, annars ókunnur,
og síðar Kolbeini Auðkýling, sem var
einn fyrirmanna landsins á síðari hluta
13. aldar.
Það hefur verið haft fyrir satt að
Kolbeinn Auðkýlingur hafi verið sonur
Bjarna bónda á Auðkúlustöðum, sem
getið er árin 1254 og 1262. Hann var í
höfðingjatölu og einn þeirra sem sóru
Hákoni konungi skatt árið 1262, að
öðru leyti er ekkert um hann vitað, ekki
einu sinni hvers son hann var. Sumir
telja að Kolbeinn Auðkýlingur sé sami
maður og Kolbeinn jarli, sem kvæntur
var Hallberu Egilsdóttur frá Reykholti
Sölmundarsonar, það er þó ekki full-
víst, en hins vegar er
mjög líklegt að Kolbeinn
hafi verið tvíkvæntur og
Guðrún síðari kona hans.
Kolbeinn var veginn árið
1309, vegandinn hét
Karlamagnús Magnússon
af ætt Oddaverja, þre-
menningur við Guðrúnu
konu hans. Astæðan var
níðkvæði, sem Kolbeinn
lét yrkja um hann. Ari
síðar var Karlamagnús
veginn til hefnda, vegandi hans var
Þórður Kolbeinsson, sonur Kolbeins
Auðkýlings. Svo virðist, sem Þórður
hafi verið nokkru eldri en önnur börn
Kolbeins og því sonur fyrri konu hans,
en ekki Guðrúnar Þorsteinsdóttur.
Margir hafa talið að sonur Þórðar
Kolbeinssonar hafi verið Árni hirð-
stjóri Þórðarson, sem Smiður Andrés-
son lét taka af lífi. Sonur Árna hirð-
stjóra er svo af mörgum talinn Ásgeir
-25-