Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 96
Goðasteinn 1999
verslun, sem síðar varð deildarskipt
stórverslun með matvörur, byggingar-
vörur og vefnaðarvöru. Viðskiptin urðu
mikil og þjónusta góð hjá þessu virta
mannkostafólki.
Sonur hjónanna í Þjórsártúni, Hux-
ley, sem síðar varð útgerðar-og kaup-
sýslumaður á Suðurnesjum og í
Reykjavík, keypti vörubíl af Chervolet
gerð 1. apríl 1925. Ekki þætti ökutækið
aflmikið í dag því vélin var skráð 22
hestafla, en skráningarmerkið RA-5.
Bíllinn var notaður til aðdrátta fyrir
versl unarreksturi n n.
Hjónin í Þjórsártúni tóku ekki ein-
ungis vel á móti viðskiptamönnum og
gestum, sjúkir mættu þar hlýjum hönd-
um og margur maðurinn og konan úr
Arnes- og Rangárvallasýslu fengu bót
meina sinna hjá Olafi lækni. Þar að
auki þótti læknirinn í Þjórsártúni ein-
staklega skemmtilegur maður og hafði
húmor á hraðbergi. Slíkir menn gera
lífið bjartara og betra.
Það var ljómi yfir þessum forna
áfangastað. í Þjórsártúni voru mörg
merkileg félög stofnuð þar á meðal
Sláturfélag Suðurlands, sem stofnað
var 28. janúar 1907. Það hét fyrst Slát-
urfélag Arnesinga og Rangæinga.
Ungar stúlkur úr Rangárþingi hlutu
virðingu af því að hafa verið í vist að
Þjórsártúni. Myndarleg heimili voru
góðir skólar bæði kvenna og karla á
árum áður.
Að Þjórsártúni er farið að auglýsa
bílferðir þegar árið 1913 og segir í aug-
lýsingunni að bifreiðin kosti á kílómet-
er 80 aura frain og aftur og tekur fjóra
menn í senn. Þannig verður fargjald að
Þjórsárbrú kr. 16.00.
Við kveðjum svo þennan gamla
rausnargarð og höldum austur að
öðrum, sem var þýðingarmikill á hluta
aldarinnar. Leiðin liggur austur yfir
Kolavatnsmýrina. Holtin breiða grösug
úr sér mót augum okkar, og einhvern
tíma var sagt um þetta landssvæði, að
þar væru albestu túnastæði á öllu Is-
landi. í hinni skemmtilegu og fróðlegu
bók Þorsteins Thorarensen, ,,-Eldur í
æðum“ , sem kom út árið 1967 má lesa
um Holtaveginn á þessa leið: „Menn
minnast þess að áður en kemur að
Steinslæk við Hárlaugsstaði, tekur veg-
urinn á sig all stóran sveig suður á við
og liggur síðan yfir Steinslæk á brú rétt
sunnan við Ashól. Þannig hafði Sig-
urður Thoroddsen, landverkfræðingur,
ekki ætlast til að vegurinn lægi, heldur
þráðbeint áfram fram hjá Hárlaugs-
stöðum. En þegar vegaverkstjórinn,
Einar Finnsson frá Meðalfelli í Kjós,
sem verið hafði í Noregi í fjögur ár til
að kynna sér vegagerð, kom á staðinn
til að láta vinna verkið, ákvað hann
breytta stefnu vegarins upp á eigin
spýtur og sveigði hann suður á bóginn,
eins og hann liggur nú, bæði vegna
áskorana frá bændum í sveitinni og
vegna þess að styttra var í ofaníburð.
Þegar þetta gerðist var Sigurður norður
í Eyjafirði við lagningu Eyjafjarðar-
brautar fram fyrir Kristnes.
Þegar Sigurði bárust tíðindin um
breytinguna á vegastæðinu eftir nokk-
urn tíma í símaleysinu, brást hann
skjótt við og reið hraðfari suður Kjöl
-94-